Gott sumar hjá íslensku flugfélögunum í Kaupmannahöfn

kaupmannahof farthegar

Flugleiðin til Íslands var sú tíunda vinsælasta meðal farþega á flugvellinum við Kastrup í síðasta mánuði. Hins vegar fækkaði dönskum ferðamönnum hér á landi og Íslendingar bókuðu færri hótel í Kaupmannahöfn. Flugleiðin til Íslands var sú tíunda vinsælasta meðal farþega á flugvellinum við Kastrup í síðasta mánuði. Hins vegar fækkaði dönskum ferðamönnum hér á landi og Íslendingar bókuðu færri hótel í Kaupmannahöfn.
Rúmlega hundrað þúsund farþegar nýttu sér áætlunarflug Icelandair og WOW air milli Íslands og Kaupmannahafnar í júní og júlí og fjölgaði farþegum um 11,8 prósent frá sama tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupmannahafnarflugvelli fjölgaði farþegum hjá báðum íslensku flugfélögunum þessa tvo sumarmánauði en ekki fást nánari upplýsingar um skiptingu milli félaganna.
Í fyrra og árin þar á undan lét nærri að þrír af hverjum fjórum farþegum á leið milli Íslands og Kaupmannahafnar hafi keypt miða með Icelandair en um fjórðungur hjá WOW air. Ekkert erlent flugfélag flýgur þessa leið en norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hafði áform um að veita íslensku félögunum samkeppni en ekkert varð úr því.

Tíunda vinsælasta flugleiðin

Í júlí síðastliðnum var flogið oftar til Kaupmannahafnar frá Keflavíkurflugvelli en til nokkurrar annarrar borgar samkvæmt talningu Túrista. Alls voru farnar 324 ferðir, báðar leiðir, og voru farþegar tæplega 55 þúsund sem er aukning um sex þúsund farþega frá júlí 2014 samkvæmt tölum frá Kaupmannahafnarflugvelli. Þrátt fyrir það þá fækkaði dönskum ferðamönnum hér á landi í júní og júlí um 5,4 prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu og íslenskum hótelgestum í Kaupmannahöfn fækkaði í júní samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni en tölur fyrir júlí liggja ekki fyrir. Farþegaaukningin á flugleiðinni milli Íslands og Kastrup er því líklega tilkomin vegna fjölgunar tengifarþega, þ.e. ferðamenn sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli á ferð sinni milli Danmerkur og N-Ameríku. 

Betri nýting í Kaupmannahafnarfluginu

Bæði Icelandair og WOW air bættu farþegamet sín í síðasta mánuði og miðað við fjölda þeirra ferða sem flugfélögin fóru í síðasta mánuði hafa að jafnaði 165 farþegar verið um borð í þotum Icelandair en 161 hjá WOW air. Í vélunum til og frá Kaupmannahöfn sátu hins vegar 170 farþegar að meðaltali. 
VANTAR ÞIG GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN? SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Í KAUPMANNAHÖFN