Samfélagsmiðlar

Íslensku flugfélögin sitja ekki lengur ein að Boston

norwegian velar860

Hingað til hafa Icelandair og WOW air verið einu norrænu flugfélögin með áætlunarflug til Boston. En á því verður mikil breyting á næsta ári þegar Norwegian hefur flug til Logan flugvallar frá Kaupmannahöfn og Ósló. Hingað til hafa Icelandair og WOW air verið einu norrænu flugfélögin með áætlunarflug til Boston. En á því verður mikil breyting á næsta ári þegar Norwegian hefur flug til Logan flugvallar frá Kaupmannahöfn og Ósló.
Daglega er flogið þrisvar til fjórum sinnum á dag héðan til bandarísku borgarinnar Boston og flugleiðin er sú fimmta vinsælasta á Keflavíkurflugvelli. Icelandair var lengi vel eitt um áætlunarflugið þangað en WOW air hóf flug til borgarinnar í mars síðastliðnum og flýgur nú þangað sex sinnum í viku á meðan ferðir Icelandair eru tvær til þrjár á dag.

Þurfa ekki lengur að millilenda

Ekkert af flugfélögum frændþjóðanna hefur hins vegar boðið upp á áætlunarflug til Boston og hafa farþegar á leið milli Norðurlandanna og Massachussets fylkis því þurft að millilenda á leið sinni yfir hafið. Það má reikna með að Icelandair, og nú WOW air, hafi lengi verið fýsilegur kostur fyrir þennan hóp farþega. Sem dæmi má nefna þá er hlutfall skiptifarþega hjá Icelandair rúmlega helmingur og líkt og Túristi greindi frá þá er vísbending um að hlutfall tengifarþega í flugi milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar hafi aukist töluvert í sumar.

Líka harðari samkeppni í London

Í sumar hafa verið vangaveltur uppi um að SAS, stærsta flugfélag Norðurlanda, muni hefja áætlunarflug til Boston á næsta ári en í gær urðu forsvarsmenn Norwegian fyrri til og tilkynntu um flug til borgarinnar frá Ósló, Kaupmannahöfn og Gatwick flugvelli í London. Farnar verða tvær ferðir í viku frá Ósló, ein frá Kaupmannahöfn og fjórar frá Gatwick en til þess flugvallar fljúga bæði Icelandair og WOW air allt að daglega. Ekkert annað flugfélag flýgur í dag beint frá Gatwick til Boston og það er því ljóst að með Bostonflugi Norwegian fá íslensku félögin tvö harða samkeppni þó vissulega sé fjöldi ferða á vegum Norwegian mjög takmarkaður, sérstaklega frá Skandinavíu, fyrst um sinn. 

Munu auka umsvif sín í Boston

„Við vitum að fólk vill helst fljúga beint milli áfangastaða. Það er bæði þægilegra, umhverfisvænna og sparar tíma. Við höfum mikla trú á að flugið til Boston verði vinsælt, ekki bara hjá Skandinövum og Bretum heldur einnig Bandaríkjamönnum“, segir Lasse Sandaker-Nielsen, talsmaður Norwegian, aðspurður um hvað norska félagið hafi að bjóða umfram þau íslensku í flugi til Boston. Hann segir að það liggi líka beint við að félagið muni auka umsvif sín í flugi til Boston á næstu árum, til að mynda með fleiri flugleiðum þangað. Sandaker-Nielsen bendir jafnframt á að flugfloti félagsins samanstandi af nýjustu flugvélagerðinni á markaðnum, Boeing 787 Dreamliner. En þess má geta að Norwegian tók á sínum tíma yfir pöntun FL-Group á tveimur þess háttar vélum.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …