Ódýr helgarflug í haust

helsinki spor

Ef að líkum lætur munu um 80 þúsund íslenskir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í september og október. Ef að líkum lætur munu um 80 þúsund íslenskir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í september og október. Hér eru farmiðar í ódýrari kantinu fyrir þá sem ætla að vera þar á meðal en hafi ekki ennþá bókað far úr landi. 
Í hittifyrra fóru fleiri Íslendingar til útlanda í október en í nokkrum öðrum mánuði og í fyrra var það aðeins júní sem sló október við. Áður voru sumarmánuðirnar ávallt vinsælastir. Það bendir ýmislegt til þess að margir verði á faraldsfæti í haust og til að mynda er úrval af sólarlandaferðum nokkuð meira en á sama tíma í fyrra og þá sérstaklega ef stefnan er tekin á Tyrkland. Ferðaskrifstofurnar eru einnig með á boðstólum úrval af borgarferðum og svo er áætlunarflugið á sínum stað. Af verðunum að dæma þá eru töluvert bókað í flugin í haust en hér fyrir neðan má finna ódýrustu fargjöldin til nokkurra af þeim borgum sem hægt er að fljúga til næstu vikur og mánuði. Vert er að hafa í huga að farangursgjöld bætast við hjá lággjaldaflugfélögunum. 

Barcelona
25.-28.sep. 43.690 kr. með Vueling
23.-26.okt. 36.997 kr. með WOW air

Birmingham
1.til 5. okt. 32.045 kr. með Icelandair

Boston
23.-26.okt. 47.997 kr. með WOW air
23.-26.okt. 56.635 kr. með Icelandair

Brussel
29.okt-1.nóv. 36.325 kr. með Icelandair

Edinborg
1.-4.okt. 29.499 kr. með easyJet

Helsinki
23.-25.okt. 35.245 kr. með Icelandair

Gdansk
9.-12.okt. 24.921 kr. með Wizz Air
16.-19.okt. 20.522 kr. með Wizz Air

Kaupmannahöfn
11.-13.sep. 27.937 kr. með WOW air
23.-25.okt. 31.945 kr. með Icelandair

Köln
4.-6.sep. 30.785 kr. með German Wings

London
24.-27.sep. 25.910 kr. með easyJet
23.-25.okt. 31.945 kr. með Icelandair

Manchester
17.-20.sep. 24.864 kr. með easyJet

New York
3.-6.sep. 70.855 kr. með Delta

Ósló
22.-25.okt. 19.995kr. með Norwegian

París
5.-7.sep. 32.547 kr. með Transavia

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU