Bjóða flugmiða til Mallorca á 9.900 krónur en fullt í vélarnar heim

strond fotspor chris sardegne

Þann 18. ágúst er hægt að komast til Mallorca með Plúsferðum fyrir 9.900 krónur en vélarnar tilbaka til Keflavíkur eru fullar og farþegarnir verða því sjálfir að sjá um þann hluta ferðalagsins. Þann 18. ágúst er hægt að komast til Mallorca með Plúsferðum fyrir 9.900 krónur en vélarnar tilbaka til Keflavíkur eru fullar og farþegarnir verða því sjálfir að sjá um þann hluta ferðalagsins.
Það er harla óvenjulegt að ferðaskrifstofur bjóði flugmiða, aðra leiðina, á tilboði og skori á farþegana að finna sér hótel og flugið heim. Sú er hins vegar raunin þessa dagana því á heimasíðu Plúsferða er hægt að bóka flug héðan til Mallorca 18.ágúst á 9.900 krónur. Kaupendurnir verða svo sjálfir að finna flug heim en ferðaskrifstofan er ekki með nein sæti á lausu í vélarnar sem fljúga frá Mallorca til Keflavíkur seinnihluta ágústmánaðar. Það er því ekki hlaupið að því að nýta sér þetta tilboð því ekki er í boði beint áætlunarflug milli Íslands og spænsku eyjunnar. 
Fjölda mörg erlend flugfélög fljúga hins vegar til Mallorca og það er nóg framboð á miðum en þeir eru fæstir ódýrir því nú er háannatími í ferðaþjónustu eyjaskeggja. Ódýrustu miðana yfir á meginland Evrópu er að finna hjá lággjaldaflugfélögunum en gallinn er sá að þá kostar tengiflugið til Íslands umtalsvert. Það er einnig ókostur að bóka flugmiða í sitthvoru lagi því ef seinkun á fyrri flugi verður til þess að tengiflug fer í súginn þá ber farþeginn sjálfur skaðann. Samkvæmt athugun Túrista er hins vegar hægt að fá miða með spænska flugfélaginu Vueling frá Mallorca til Íslands, með millilendingu, í Barcelona fyrir 30.500 til 33.500 krónur dagana 29. og 31. ágúst eins og sjá má hér fyrir neðan. Hægt er að bóka alla ferðina á einum miða og farþegar eru því á ábyrgð spænska félagsins ef ferðaplönin riðlast. Farangursgjald Vueling er 40 evrur (um 5800 kr.) og bætist það því ofan á. Leitarvélar Dohop og Momondo finna álíka ódýr flug en þá verð farþegarnir sjálfir að taka ábyrgð á tengifluginu. 
Svona er hægt að komast til Mallorca fyrir minna en 50 þúsund:
Kostur a)
Flogið út 18. ágúst með Plúsferðum: 9.900 kr.
Heimflug 29.ágúst með Vueling: 33.543 kr.
Samtals: 43.443 kr. (auk 5.826 kr. í töskugjald Vueling)

Kostur b)
Flogið út 18. ágúst með Plúsferðum: 9.900 kr.
Heimflug 31.ágúst með Vueling: 30.534 kr.
Samtals: 40.434 kr. (auk 5.826 kr. í töskugjald Vueling)

Þar sem flestir taka væntanlega með sér farangur til Mallorca þá fer fargjaldið upp í nærri 50 þúsund krónur í dæmunum hér að ofan. Margir gætu því freistast til að bóka þá heldur tilboð Vita á flugmiðum til Mallorca á 49.900 krónur. 
Hér má svo bera sama hóteltilboð á Mallorca og finna orlofshús á eyjunni og þeir sem vilja leigja bíl geta notað þessa leitarvél.