Sætin sem flestir vilja sitja í uppi í háloftunum

british airways

Það eru töluverður munur á vinsældum sætanna í farþegarýminu og þeir sem sitja framarlega í vélinni eru líklegri til að vilja vera við gang en glugga.
Í lok október hefur British Airways áætlunarflug til Íslands á ný en félagið flaug hingað síðast fyrir sjö árum síðan. Hjá breska flugfélaginu geta farþegar valið sér sæti sér að kostnaðarlausu sólarhring fyrir brottför en þeir sem taka frá lengra fram í tímann borga aukalega. Og samkvæmt nýrri athugun starfsmanna British Airways þá bóka sex prósent fleiri farþegar sæti við glugga en við gang.

Eru að flýta sér út

Vinsældir glugga- og gangsæta ráðast hins vegar töluvert af því hvar í farþegarýminu fólk er. Þeir sem eru í fremri hlutanum er líklegri til að vilja vera við gang á meðan þeir sem sitja aftarlega kjósa helst gluggasætið. Peter Rasmussen, yfirmaður British Airways í N-Evrópu, telur ástæðuna fyrir þessum mun vera þann að þeir sem sitja aftast vilja geta hallað sér að glugganum á meðan þeir sem sitja framar leggi mesta áherslu á að komast fyrst út við komuna á áfangastað.
Þá er hægri hlið flugvélanna ögn vinsælli en vinstri síðan samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá British Airways.