SAS býður flugmiða án farangursheimildar

sas 860 a

Það bætist jafnt og þétt í hóp þeirra flugfélaga sem rukka farþegana aukalega fyrir farangur. Stærsta flugfélag Norðurlanda ætlar að gera tilraun á þess háttar fyrirkomulagi. Það bætist jafnt og þétt í hóp þeirra flugfélaga sem rukka farþegana aukalega fyrir farangur. Stærsta flugfélag Norðurlanda ætlar að gera tilraun á þess háttar fyrirkomulagi.
Frá og með haustinu geta farþegar SAS sem vilja aðeins ferðast með handfarangur fengið ódýrara far en þeir sem kjósa að innrita töskur. Þar með fylgir félagið í fótspor lággjaldaflugfélaganna en líka flugfélaga eins og Air France, KLM, British Airways og Lufthansa sem öll bjóða þess háttar farmiða á vissum flugleiðum. Þó oftast eingöngu innan Evrópu. Þetta nýja fargjald SAS, sem kallast Go light, verður ekki í boði í Íslandsflugi SAS því samkvæmt frétt Dagens Industri verður það eingöngu á boðstólum á völdum flugleiðum á meginlandinu. Bæði British Airways og Lufthansa bjóða hins vegar upp á farmiða á farangursheimildar í flugi sínu hingað til lands. 

Algengt aukagjald á Keflavíkurflugvelli

Níu af þeim flugfélögum sem halda uppi millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli hafa á boðstólum sérstaka flugmiða fyrir þá sem vilja ferðast með lítinn farangur. Þeir sem þurfa að innrita töskur borga þá aukalega 1700 til 5000 krónur fyrir þá þjónustu hvora leið. Icelandair, sem er lang umsvifamesta flugfélagið hér á landi, hefur ekki farið þessa leið en líkt og kom fram í frétt Túrista í vor er töskugjald stöðugt til skoðunar hjá forsvarsmönnum félagsins.