Sólarlandaferðir frá Akureyri seljast vel

strond sarah machtsachen

Það munu fleiri fljúga beint frá höfuðstað Norðurlands og suður á bóginn í haust en árin þar á undan. Sala sólarlandaferðum frá þriðja stærsta flugvelli landsins hefur gengið betur en gert var ráð fyrir. Það munu fleiri fljúga beint frá höfuðstað Norðurlands og suður á bóginn í haust en árin þar á undan. Sala sólarlandaferðum frá þriðja stærsta flugvelli landsins hefur gengið betur en gert var ráð fyrir.
Síðustu ár hafa Heimsferðir boðið upp á eina ferð að hausti frá Akureyri til Tenerife en í ár verða brottfarirnar tvær þar sem sú fyrri seldist upp. Haustferð eldri borgara til Kanarí frá Akureyrarflugvelli, á vegum ferðaskrifstofunnar, er einnig uppseld að sögn Tómasar Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða

Salan tók kipp í júlí

Norðlendingar setja hins vegar ekki aðeins stefnuna á Kanaríeyjar því sala á Tyrklandsreisum Nazar frá Akureyri í október gengur vel. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi norræna ferðaskrifstofa býður upp á beint flug frá Akureyri og alls verða ferðirnar til Antalya fjórar talsins. Þetta aukna úrval á sólarlandaferðum frá Akureyri virðist hafa hitt í mark því nú er nærri uppselt í fyrri tvær brottfarirnar hjá Nazar.

Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir að viðtökurnar fyrir norðan hafi verið framar vonum en bætir því við að salan hafi verið hæg framan af en tekið kipp í júlí og flestir bóki hótel þar sem boðið er upp á íslenska barnaklúbba. „Þeir sem ferðast með okkur í ár munu mæla með Nazar við vini og ættingja og við munum að minnsta kosti bjóða upp á jafnmargar ferðir frá Akureyri á næsta ári.“

Borgarferðir líka eftirsóttar

Það stefnir því í að farþegar á Akureyrarflugvelli muni geta valið úr mun fleiri sólarlandaferðum á næsta ári en í fyrra og árin þar á undan og jafnvel líka borgarferðum því nú er uppselt í haustferð Vita til Dublin frá Akureyri og aðeins þrjú sæti laus í ferð Tranatlantic til Malaga.