Þau íslensku hótel sem keppa um „Óskarinn“

reykjavik vetur

Tuttugu íslenskir gististaðir keppa um sjö verðlaun á World Travel Awards.  Tuttugu íslenskir gististaðir keppa um sjö verðlaun á World Travel Awards. 
Á laugardaginn fer verðlaunaafhending World Travel Awards fram á ítölsku eyjunni Sardaníu. Verðlaunin eru ein þau þekktustu í ferðaþjónustunni og stundum kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“. Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og munu tuttugu íslensk hótel bítast um verðlaun í sex flokkum.
Í fyrra var það Radisson Blu Hótel Saga sem fékk gullið í flokki íslenskra viðskiptahótela og var jafnframt valið besti dvalarstaðurinn („Iceland´s leading resort“) á meðan Hótel Glymur þótti fremsta hönnunarhótelið. Reykjavik Residence Hotel og Grettisborg Appartments fengu verðlaun í flokki íbúðahótela. Þess má kosningu lauk í júlí sl.

Tilnefningar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2015

Besta hönnunarhótelið
101 Hótel
CenterHotel Þingholt
Hótel Glymur
ION Luxury Adventure Hotel

Besta hótelið fyrir vinnuferðir

Grand Hótel Reykjavík
Hilton Nordica Reykjavík
Hótel Borg
Radisson Blu 1919
Radisson Blu Saga

Besta hótelið

Alda Hótel Reykjavík
Grand Hótel Reykjavík
Hilton Reykjavík Nordica
Hótel Borg
Hótel Holt
Hótel Keflavík
ION Luxury Adventure Hotel
Radisson Blu 1919

Besti dvalarstaðurinn (
Resort)

Blue Lagoon
Hotel Ranga
Radisson Blu Saga Hotel, Reykjavik

Besta íbúðahótelið

Grettisborg Apartments
Reykjavik4you Apartments
Room with a view
Stay Apartments Bolholt
Stay Apartments Einholt

Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)

Grand Hotel Reykjavik
Hotel Reykjavik Centrum
Reykjavik Residence Hotel