Delta bætir aftur í Íslandsflugið

delta flugvel stor

Eitt stærsta flugfélag heims eykur enn á ný umsvif sín hér á landi og mun bjóða upp á flug til Íslands í sjö mánuði á næsta ári í stað fjögurra í ár. Eitt stærsta flugfélag heims eykur enn á ný umsvif sín hér á landi og mun bjóða upp á flug til Íslands í sjö mánuði á næsta ári í stað fjögurra í ár. 
Hið bandaríska Delta Airlines hefur boðið upp á áætlunarflug hingað til lands frá New York síðustu fimm sumur og í ár voru umsvifin meiri en áður. Félagið bauð til að mynda upp á nærri 33 þúsund sæti í Íslandsflugi sínu í ár sem hófst í byrjun maí og stendur fram í lok september. Þetta aukna framboð á flugi til Íslands virðist hafa mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum Delta því á næsta ári mun félagið hefja flugið hingað strax 12. febrúar og síðasta ferðin verður í lok september. „Vinsældir þessarar flugleiðar hafa vaxið jafnt og þétt og það er ánægjulegt að geta brugðist við með því að lengja ferðatímabilið um þrjá mánuði,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu í tilkynningu. 
Delta mun fljúga hingað þrisvar í viku fram í byrjun maí en eftir það verða daglegar brottfarir til loka september.