Ferðaminningar Veru Wonder Sölvadóttur

vera wonder b

Hún er staðráðin í að heimsækja Prag á ný en Vesturbæjarlaugin er hins vegar einn af hennar uppáhaldsstöðum. Hún er staðráðin í að heimsækja Prag á ný en Vesturbæjarlaugin er hins vegar einn af hennar uppáhaldsstöðum. Kvikmyndagerðarkonan Vera Wonder Sölvadóttir deilir hér nokkrum ferðasögum með Túrista og segir okkur hvert ferðinni er heitið næst.
Fyrsta utanlandsferðin
Ætli það hafi ekki verið þegar ég var tveggja, þriggja ára og fór ásamt mömmu minni og fóstupabba til London og til Ítalíu að heimsækja vinafólk. Það getur verið að ég hafi farið áður til London en fósturpabbi minn er þaðan.

Besta heppnaða ferðalagið
Líklega bara það síðasta. Því minnið nær ekki lengra. Annars hef ég farið í ansi mörg vel heppnuð ferðalög. Ég var að koma frá Prag þar sem ég var í vinnubúðum með verkefni sem ég er að vinna að. Það var frábær ferð. Því miður sá ég lítið af borginni. En ég er staðráðin í að fara þangað aftur sem túristi. Annað ferðalag er mér samt minnisstætt er þegar ég keyrði þvert yfir Bandaríkin árið 2012 með vini mínum og tökumanni á hvítum Mustang blæjubíl. Mér fannst það ekki leiðinlegt.

Eftirminnilegasta máltíðin
Hún er úr síðasta ferðalagi. Ég var í Tékklandi og fékk þennann rétt sem má sjá á myndinni fyrir ofan. Þetta er held ég sulta, vafin inn í brauð með einskonar jógúrti ofan á og súkkulaði dufti. Þetta var borið fram sem aðalréttur!

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum
Þegar ég var stödd í London með mömmu minni fyrir mörgum árum. Við vorum í lyftu með rosalega sætum strák og töluðum lengi um hvað hann væri nú sætur og töff týpa. Við sáum hann svo aftur í Icelandair vélinni tala við félaga sinn á íslensku.

Uppáhalds staðurinn
New York, París og Vesturbæjarlaugin.

Uppáhalds ferðafélaginn
Saga dóttir mín.

Hvert er ferðinni heitið næst
Ég fer til Aix-en Provence í Frakklandi í nóvember þar sem ég sit í dómnefnd á kvikmyndahátíð.