Ferðaþjónustan á að sameinast gegn áformum um stóriðjur

skuli mogensen wow

Forstjóra WOW air þykir sorglegt að ríkið bjóði ívilnanir til að laða stóriðju til landsins. Hann segir þörf á því að ferðaþjónustan leggist á eitt í að mótmæla þessum áformum. Forstjóra WOW air þykir sorglegt að ríkið bjóði ívilnanir til að laða stóriðju til landsins. Hann segir þörf á því að ferðaþjónustan leggist á eitt í að mótmæla þessum áformum.
Viðsnúningur í efnahagslífinu eftir hrun hefur átt sér stað án þess að nokkur virkjun eða stóriðja hafi verið reist. Þetta segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í viðtali við Mbl.is í tilefni af því að fyrstu hlutafjársöfnun sólarkísilverksmiðju á Grundartanga er nú lokið. Hann bendir á nú sé eitt mesta hag­vaxt­ar­skeið í sögu þjóðar­inn­ar og at­vinnu­leysi er í sögu­legu lág­marki. „Í því sam­hengi finnst mér sorg­legt að ríkið sé ennþá að niður­greiða orku, fella niður trygg­ing­ar­gjald og með alls kon­ar íviln­an­ir til þess að laða að sér stóriðju. Þvert á það sem ég tel vera aug­ljós­an lang­tíma­hag lands­ins,“ sagði Skúli við Mbl.is. Skúli hefur sjálfur haft uppi áform um að byggja vistvænt hótel í Hvalfirði en segir að það gefi augaleið að enginn muni hafa áhuga á að gista í Hval­f­irði ef hon­um verður breytt í „ein­hverja rusla­k­istu.“

Eiga að mótmæla áformunum

Það er sjaldgæft að stóriðjustefnu stjórnvalda fái svona harða gagnrýni frá lykilfólki í ferðaþjónustunni en samkvæmt útreikningum Túrista má gera ráð fyrir um sjöundi hver ferðamaður hér á landi komi hingað fljúgandi með WOW air. Aðspurður segir Skúli, í samtali við Túrista, að hann telji fulla ástæðu til og þörf á því að forsvarsmenn ferðaþjónustunnar sameinist í að mótmæla áformum um stóriðjur og virkjanir.

Verðmiði á ósnortna náttúru

Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar í mars sl. var gerð krafa um að umræða um nýtingu og vernd íslenskrar náttúru snúist ekki fyrst og fremst um nýtingu náttúruauðlinda til orkufreks verksmiðjuiðnaðar og að tímabært væri að settur yrði verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni náttúru felast. Þar er einnig bent á að ferðaþjónustan muni innan tveggja ára skapa þjóðinni tvöfalt meiri gjaldeyristekjur en stóriðjan skilaði á síðasta ári. Í þessu ljósi er athyglisvert að bæði ferðamál og stóriðjuframkvæmdir eru á borði Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. En eins og Túristi greindi frá í síðustu viku er vonast til að ráðherra, ferðamálastjóri og Samtök ferðaþjónustunnar skili skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar í þessum mánuði. Upphaflega var von á skýrslunni í vor.