Ferðagleði Íslendinga jafn mikil og sumarið fyrir hrun

fle 860

Að jafnaði fóru um 44 þúsund íslenskir farþegar á mánuði um Keflavíkurflugvöll í sumar. Júní var mun vinsælli ferðamánuður en júlí og ágúst. Að jafnaði fóru um 44 þúsund íslenskir farþegar á mánuði um Keflavíkurflugvöll í sumar. Júní var mun vinsælli ferðamánuður en júlí og ágúst. 
Í sumar fjölgaði utanferðum Íslendinga um 12,5 prósent frá sama tíma í fyrra. Flestir fóru út í júní eða nærri 48 þúsund en samtals flugu ríflega 132 þúsund íslenskir farþegar til útlanda frá Keflavíkurflugvelli yfir sumarmánuðina þrjá í ár. Svo margir hafa þeir ekki verið á þessum árstíma síðan sumarið 2008 þegar 133.013 Íslendingar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem nær aftur til ársins 2004. 

Metið í hættu

Ferðagleði Íslendinga náði hins vegar hámarki sumarið 2007 þegar ríflega 151 þúsund farþegar fóru út eða nærri fimmtán prósent fleiri en voru á ferðinni nú í sumar. Miðað við þá aukningu sem hefur verið í ferðalögum Íslendinga síðustu tvö sumur þá stefnir í að metið frá 2007 verði slegið næsta eða þarnæsta sumar. 

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM