Hvað kostar flugið á EM í sumar?

em 2016

Eftir 277 daga verður flautað til leiks á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Frakklandi og fullvíst er að þá verða margir Íslendingar á franskri grundu. Eftir 277 daga verður flautað til leiks á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Frakklandi og fullvíst er að þá verða margir Íslendingar á franskri grundu. 
Það voru þrjú þúsund Íslendingar á vellinum í Amsterdam í síðustu viku þegar lið Íslands sigraði Hollendinga. Líklega stefna mun fleiri á leiki liðsins í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Opnunarleikur EM fer fram 10. júní þegar Frakkar leika sinn fyrsta leik en dagana 11. til 14. júní fara fram fyrstu leikirnar hjá hinum liðunum.

Flestar ferðir til Parísar

Það liggur hins vegar fyrst fyrir þann 12. desember í hvaða borgum íslenska liðið mun spila en leikir hvers riðils dreifast nokkuð um Frakkland. Frá Keflavíkurflugvelli er flogið nokkrum sinnum á dag til Parísar en einnig flýgur WOW vikulega til Lyon yfir sumarið og er þá upptalið áætlunarflugið milli Íslands og Frakklands. Þeir sem kjósa að fljúga beint til Parísar, dagana í kringum fyrstu leikina, komast þangað fyrir rúmlega átján þúsund krónur með Icelandair á meðan ódýrustu farmiðarnir hjá WOW kosta tæplega 28 til 33 þúsund. Farangursgjald uppá 3.999 krónur og 999 króna bókunargald bætist við hjá WOW. Það munar því töluverðu á fargjöldum þessara tveggja félaga til Parísar eins og sjá má hér fyrir neðan. Transavia flýgur einnig milli Íslands og Parísar en félagið hefur ekki hafið sölu á farmiðum fyrir næsta sumar.

Ódýrustu farmiðarnir til Parísar, aðra leið, 8. til 14. júní 2016.

 
Dagsetning Icelandair WOW air
8. júní 18.355 kr. 27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)
9. júní 25.655 kr. 27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)
10. júní 18.355 kr. 29.899 kr. (34.897 kr. með farangri)
11. júní 23.155 kr. 32.899 kr. (37.897 kr. með farangri)
12. júní 18.355 kr. 32.899 kr. (37.897 kr. með farangri)
13. júní 18.355 kr. 29.899 kr. (34.897 kr. með farangri)
14. júní 18.355 kr. 27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)

Fljúga í staðinn til Sviss eða Belgíu

En ef Ísland skyldi spila í Lyon eða Saint-Étienne er einfaldara að fljúga beint til Lyon með WOW eða fara með easyJet eða Icelandair til Genfar. Hvorki WOW né easyJet hafa hinsvegar hafið sölu á farmiðum til þessara borga en til Genfar má fljúga með Icelandair fyrir 23 til 43 þúsund aðra vikuna í júní. Ef íslenska liðið er hins vegar á dagskrá á leikvöngunum í Lille og Lens, í norðurhluta Frakklands, gæti verið best að fljúga til Brussel sem er í ca. 1,5 til 2 tíma fjarlægð. Icelandair flýgur til Brussel og í dag eru ódýrstu miðarnir, aðra leið, á 18.355 krónur. Verði liðið hins vegar mest í suðurhlutanum gæti flug til Barcelona verið ákjósanlegur kostur fyrir þá sem vilja sneiða hjá tengiflugi. Eins og gefur að skilja eru möguleikarnir á flugi til Frakklands á næsta ári nær óendanlegir en í flestum tilfellum þarf fólk að millilenda eða koma sér á leikstað með lest eða í bílaleigubíl frá nálægum flugvöllum.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐASAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM