Samfélagsmiðlar

Hvað kostar flugið á EM í sumar?

em 2016

Eftir 277 daga verður flautað til leiks á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Frakklandi og fullvíst er að þá verða margir Íslendingar á franskri grundu. Eftir 277 daga verður flautað til leiks á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Frakklandi og fullvíst er að þá verða margir Íslendingar á franskri grundu. 
Það voru þrjú þúsund Íslendingar á vellinum í Amsterdam í síðustu viku þegar lið Íslands sigraði Hollendinga. Líklega stefna mun fleiri á leiki liðsins í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Opnunarleikur EM fer fram 10. júní þegar Frakkar leika sinn fyrsta leik en dagana 11. til 14. júní fara fram fyrstu leikirnar hjá hinum liðunum.

Flestar ferðir til Parísar

Það liggur hins vegar fyrst fyrir þann 12. desember í hvaða borgum íslenska liðið mun spila en leikir hvers riðils dreifast nokkuð um Frakkland. Frá Keflavíkurflugvelli er flogið nokkrum sinnum á dag til Parísar en einnig flýgur WOW vikulega til Lyon yfir sumarið og er þá upptalið áætlunarflugið milli Íslands og Frakklands. Þeir sem kjósa að fljúga beint til Parísar, dagana í kringum fyrstu leikina, komast þangað fyrir rúmlega átján þúsund krónur með Icelandair á meðan ódýrustu farmiðarnir hjá WOW kosta tæplega 28 til 33 þúsund. Farangursgjald uppá 3.999 krónur og 999 króna bókunargald bætist við hjá WOW. Það munar því töluverðu á fargjöldum þessara tveggja félaga til Parísar eins og sjá má hér fyrir neðan. Transavia flýgur einnig milli Íslands og Parísar en félagið hefur ekki hafið sölu á farmiðum fyrir næsta sumar.

Ódýrustu farmiðarnir til Parísar, aðra leið, 8. til 14. júní 2016.

 
DagsetningIcelandairWOW air
8. júní18.355 kr.27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)
9. júní25.655 kr.27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)
10. júní18.355 kr.29.899 kr. (34.897 kr. með farangri)
11. júní23.155 kr.32.899 kr. (37.897 kr. með farangri)
12. júní18.355 kr.32.899 kr. (37.897 kr. með farangri)
13. júní18.355 kr.29.899 kr. (34.897 kr. með farangri)
14. júní18.355 kr.27.899 kr. (32.897 kr. með farangri)

Fljúga í staðinn til Sviss eða Belgíu

En ef Ísland skyldi spila í Lyon eða Saint-Étienne er einfaldara að fljúga beint til Lyon með WOW eða fara með easyJet eða Icelandair til Genfar. Hvorki WOW né easyJet hafa hinsvegar hafið sölu á farmiðum til þessara borga en til Genfar má fljúga með Icelandair fyrir 23 til 43 þúsund aðra vikuna í júní. Ef íslenska liðið er hins vegar á dagskrá á leikvöngunum í Lille og Lens, í norðurhluta Frakklands, gæti verið best að fljúga til Brussel sem er í ca. 1,5 til 2 tíma fjarlægð. Icelandair flýgur til Brussel og í dag eru ódýrstu miðarnir, aðra leið, á 18.355 krónur. Verði liðið hins vegar mest í suðurhlutanum gæti flug til Barcelona verið ákjósanlegur kostur fyrir þá sem vilja sneiða hjá tengiflugi. Eins og gefur að skilja eru möguleikarnir á flugi til Frakklands á næsta ári nær óendanlegir en í flestum tilfellum þarf fólk að millilenda eða koma sér á leikstað með lest eða í bílaleigubíl frá nálægum flugvöllum.
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐASAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …