Lækka EM flugið til Parísar um nærri helming

em 2016

Ódýrustu farmiðarnir með WOW air til Parísar í kringum opnunarleik EM hafa lækkað um tugi prósenta síðastliðinn sólarhring. Ódýrustu farmiðarnir með WOW air til Parísar í kringum opnunarleik EM hafa lækkað um tugi prósenta síðastliðinn sólarhring.
Föstudaginn 10. júní hefst EM í knattspyrnu og búast má við að þúsundir Íslendinga leggi leið sína til Frakklands til að styðja við bakið á íslenska liðinu. Þá liggur beinast við að fljúga til Parísar en þangað er flogið daglega og ferðirnar eru allt að fimm á dag yfir sumarmánuðina. Í gær birti Túristi verðkönnun á farmiðum, aðra leiðina, til Parísar 8. til 14. júní og þar kom í ljós að fargjöld Icelandair voru nokkru lægri en þau sem WOW air bauð. Sólarhring síðar hefur staðan hins vegar breyst því farmiðarnir hjá WOW air hafa lækkað í verði alla dagana sem kannaðir voru og nemur breytingin allt að 46 prósentum eins og sjá má hér fyrir neðan. Verðið hjá Icelandair hefur hins vegar hækkað fjóra af dögunum sjö og félögin tvö skiptast því á um að bjóða ódýrustu miðana til Parísar í annarri viku júnímánaðar. Þess ber að geta að lággjaldaflugfélagið Transavia hefur ekki hafið sölu á farmiðum milli Íslands og Parísar.

Ódýrustu farmiðarnir til Parísar, aðra leið, 8. til 14. júní 2016.

 
DagsetningIcelandair
– verð í gær
Icelandair
-verð í dag
Icelandair
Verðbreyting
WOW air
– verð í gær
WOW air
– verð í dag
WOW air
Verðbreyting
8.júní18.355 kr.29.655 kr.+61,5%27.899 kr.
(32.897 kr. m farangri)
17.899 kr.
(22.897 kr. m farangri)
-35,8%
9.júní25.655 kr.35.955 kr.+40,1%27.899 kr.
(32.897 kr. m farangri)
23.899 kr.
(28.897 kr. m farangri)
-14,3%
10.júní18.355 kr.29.655 kr.+61,5%29.899 kr.
(34.897 kr. m farangri)
20.899 kr.
(25.897 kr. m farangri)
-30,1%
11.júní23.155 kr.29.655 kr.+28,1%32.899 kr.
(37.897 kr. með farangri)
17.899 kr.
(22.897 kr. m farangri)
-45,6%
12.júní18.355 kr.18.355 kr.0%32.899 kr.
(37.897 kr. með farangri)
20.899 kr.
(25.897 kr. m farangri)
-36,5%
13.júní18.355 kr.18.355 kr.0%29.899 kr. 
(34.897 kr. með farangri)
17.899 kr.
(22.897 kr. m farangri)
-40,1%
14.júní18.355 kr.18.355 kr.0%27.899 kr.
(32.897 kr. með farangri)
17.899 kr.
(22.897 kr. m farangri)
-35,8%

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐASAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM