Samfélagsmiðlar

Flugfélögin finna sjaldan Keflavík

keflavik reykjavik

Nú karpa forsvarsmenn Reykjavíkur og Reykjanessbæjar um hvort kenna eigi Keflavíkurflugvöll við höfuðborgina. Innan alþjóðlega fluggeirans virðist vera gott samkomulag um nafn flugvallarins. Nú karpa forsvarsmenn Reykjavíkur og Reykjanessbæjar um hvort kenna eigi Keflavíkurflugvöll við höfuðborgina. Innan alþjóðlega fluggeirans virðist vera gott samkomulag um nafn flugvallarins.
Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir forsvarsmenn ferðamála höfuðborgarinnar vera á „flippi“ vegna hugmynda þeirra um að í framtíðinni skuli aðalflugvöllur landsins nefndur í höfuðið á Reykjavík. Í aðsendri grein í Víkurfréttum segir formaðurinn að með þessu ætli höfuðborgin að stela nafni flugvallarins og skaða margra áratuga markaðssetningu sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana á Suðurnesjum. 

Oftast bara „KEF“

Þetta meinta tjón er hins vegar nú þegar orðið að veruleika. Alla vega af heimasíðum íslenskra og erlendra flugfélaga að dæma því þegar nafn Keflavíkur er slegið inn í flugbókunarvélar þá breytist nafnið oft sjálfkrafa í Reykjavík og skiptir þá engu hvort það er skrifað með í-i eða ekki. Sum flugfélög finna reyndar ekki Keflavík jafnvel þó vélar þeirra leggi upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar allt árið um kring. Hjá Wizz air kemur til dæmis upp textinn „This city is not available“ þegar slegið er inn Keflavik og hjá Norwegian segir „No matches found“ þegar heitið er notað sem áfangastaður. Stundum stendur Keflavik fyrir aftan Reykjavik en flest flugfélög láta nægja að nota flugvallarkóðann „KEF“ aftan við heiti höfuðborgarinnar. Þannig er því til dæmis háttað hjá WOW air sem er næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Eitt flugfélag heldur þó fast í að nota heitið Keflavik en ekki Reykjavik og það er hið þýska Airberlin.

Icelandair notar ekki Keflavík í útlöndum

Á íslenskri heimasíðu Icelandair er Reykjavik-Keflavik sjálfkrafa valinn sem brottfararstaður í bókunarvél en þegar farið er inn á erlendar heimasíður flugfélagsins þá er Keflavík dottið út. Sá sem fer t.d. inn á bandaríska vefsíðu Icelandair og velur Keflavik sem áfangastað kemst ekki langt því bókunarvélin segir einfaldlega að þetta sé ógilt heiti, „Invalid Airport“.  

Eiga ekki von á áætlunarflugi frá Keflavík

Það eru þó ekki bara flugfélögin sem notast við heiti Reykjavíkur því á heimasíðum flugstöðva er Keflavík ekki oft á skrá. Á vefsíðu stærsta flugvallar Evrópu, London Heathrow, er ekki von á neinni flugvél frá Keflavík í dag en aftur á móti koma þangað tvær frá Reykjavík. Þau á Charles de Gaulle í París finna þó Keflavík en aðeins af heiti Reykjavíkur er gefið upp fyrst og á heimasíðu Logan flugvallar í Boston segir að Icelandair og WOW air fljúgi þaðan til Reykjavíkur. Hjá Kaupmannahafnarflugvelli, sem ekki er kenndur við Kastrup, er þó hægt að finna upplýsingar um flug til og frá Keflavík.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …