Flugmiðar til Íslands á rúmar 2 þúsund krónur

genf menn

Í lok október gerir easyJet hlé á flugi sínu hingað frá Basel og Genf og býður sætin þaðan á álíka mikið og það kostar að taka rútuna frá Reykjavík og út á Keflavíkurflugvöll. Í lok október gerir easyJet hlé á flugi sínu hingað frá Basel og Genf og býður sætin þaðan á álíka mikið og það kostar að taka rútuna frá Reykjavík og út á Keflavíkurflugvöll.
Á haustin fækkar áfangastöðunum sem flogið er til frá Íslandi og þessar vikurnar er verið að fara síðustu ferðirnar til fjölmargra áfangastaða. Oft eru sætin í þessar brottfarir ódýr því farþegarnir verða að fljúga tilbaka með öðru flugfélagi. En fá flugfélög, ef nokkur, slá eins verulega af verðinu í þessar lokaferðir og easyJet gerir nú. Félagið býður nefnilega flugmiða frá Basel og Genf til Íslands, dagana 20. og 24. október, á 2.100 til 2.800 krónur (um 15 til 20 evrur). Því miður kostar hins vegar mun meira að fara síðustu ferðir félagsins frá Keflavíkurflugvelli til Sviss en sá sem getur hugsað sér að fljúga til Genfar 17. október og heim aftur viku síðar borgar aðeins um 15.400 krónur fyrir farmiðann. Farangursgjald bætist svo við.

Líka ódýrt til Spánar

Það er þó ekki bara flugmiðar frá Sviss sem fást á sérstökum kjörum því í október má finna töluvert af ódýrum ferðum til og frá Barcelona. Bæði WOW og Vueling fljúga þangað nokkrar ferðir í október og í margar þeirra eru farmiðarnir á 14 til 19 þúsund krónur. Það er því hægt að heimsækja höfuðborg Katalóníu fyrir lítið næstu vikur, til dæmis með því að fljúga með öðru félaginu út og hinu heim.
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU OG BÍLALEIGUBÍLUM