Sautján flugfélög flugu áætlunarflug milli Keflavíkurflugvalla á útlanda í ágúst. Icelandair og WOW air stóðu fyrir nærri átta af hverjum tíu ferðum. Sautján flugfélög flugu áætlunarflug milli Keflavíkurflugvalla á útlanda í ágúst. Icelandair og WOW air stóðu fyrir nærri átta af hverjum tíu ferðum.
Þó Ísland hafi bæst við leiðakerfi ófárra erlendra flugfélaga síðustu ár þá er það samt áfram þannig að Icelandair og WOW air bera uppi stærstan hluta af flugsamgöngunum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það á einnig við yfir hásumarið þegar erlendu flugfélögin eru mun fleiri en yfir vetrarmánuðina. Í ágúst síðastliðnum tóku til að mynda vélar Icelandair og WOW air nærri sextán hundruð sinnum á loft frá Keflavíkurflugvelli sem var 79 prósent af öllum þeim áætlunarferðum sem voru í boði frá flugvellinum í síðasta mánuði samkvæmt talningum Túrista. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá hefur hlutdeild Icelandair þó dregist aðeins saman milli ágústmánaða á meðan vægi WOW air hefur aukist um tvö prósentustig.
Íslensku flugfélögin langstærst á Keflavíkurflugvelli
