Samfélagsmiðlar

Jákvætt að erlend flugfélög sýni útboði áhuga

flug danist soh

Í fyrsta skipti í nærri fimm ár leitar hið opinbera tilboða í farmiðakaup sín. Útlit er fyrir að valið standi ekki aðeins á milli Icelandair og WOW air. Á næstunni verður á ný leitað tilboða í hluta af farmiðakaupum hins opinbera. Útlit er fyrir að valið standi ekki aðeins á milli Icelandair og WOW air og því fagnar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. 
Ríkiskaup munu innan skamms auglýsa útboð á farmiðakaupum allra ráðuneytanna en nú eru nærri fjögur og hálft ár liðin frá því að ríkið bauð síðast út kaup sín á farseðlum. Þá bárust aðeins tilboð frá Icelandair og Iceland Express.
Að þessu sinni er útlit fyrir að samkeppni um viðskipti ríkisins verði mun meiri því forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga, sem hingað fljúga, hafa hug á því að skoða möguleika á að skila inn tilboðum líkt og Túristi greindi frá

Ábati fyrir skattgreiðendur

Félag atvinnurekenda, ásamt forsvarsmönnum WOW air, hafa lagt áherslu á það um langt skeið að nýtt útboð verði haldið og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, fagnar áhuga útlendu flugfélaganna. „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Það er auðvitað frábært að sjá áhuga erlendis frá. Því fleiri sem taka þátt, þeim mun meiri er samkeppnin, sem svo leiðir af sér lægra verð og aukinn ábata fyrir sameiginlegan sjóð skattgreiðenda.“ 

Aðeins fimm flugleiðir boðnar út

Um síðustu áramót leitaði danska ríkið tilboða í farmiðaviðskipti sín og var samið við eitt til þrjú flugfélög um flug til 178 áfangastaða en þó ekki Íslands. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá SKI, dönsku innkaupastofnuninni, verða opinberir starfsmenn í Danmörku í öllum tilvikum að velja ódýrasta miðann sem býðst á hverri flugleið og mega þeir aðeins beina viðskiptum til þeirra flugfélaga sem samið var við. Aðeins flugfélög sem bjóða upp á beint flug, tvisvar til þrisvar í viku gátu boðið í hverja flugleið en félög sem geta boðið upp á tengiflug gátu einnig gert tilboð en þau verða þá að tryggja að ferðatíminn sé innan ákveðinna marka. Danska útboðið var mun ítarlegra en það síðasta sem haldið var hér á landi því í samningi Ríkiskaupa við Iceland Express og Icelandair, sem undirritaður var árið 2011, var aðeins samið um ákveðin kjör á farmiðum til fimm áfangastaða; London, Kaupmannahafnar, Brussel, New York og Boston. Ekki voru heldur gerðar neinar kröfur um hámarks ferðatíma ólíkt því sem Danirnir gerðu. 

Tóku óhagstæðu tilboði

Forsvarsmenn Iceland Express kærðu niðurstöðu útboðsins og komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup með því að velja tilboð Icelandair því tilboð Iceland Express hafi fengið mun lægra. Ríkiskaup bentu hins vegar á að það væri ekki aðeins verð sem horft hefði verið til heldur einnig framboð og tíðni ferða. Þar hafi Icelandair haft yfirburðastöðu gagnvart Iceland Express.
Til að koma í veg fyrir að næsta útboð verði eins umdeilt og það síðasta verður að teljast líklegt að nú verði boðnar út fleiri flugleiðir og settar skýrari kröfur um fjölda ferða og möguleika á tengiflugi. Íslenskir ríkisstarfsmenn sem eiga erindi til höfuðborga Spánar, Austurríkis, Ítalíu eða Austur-Evrópu yfir vetrarmánuðina verða til að mynda að millilenda á leið sinni þangað. Þar gætu erlend flugfélög eins og SAS, British Airways og jafnvel Norwegian boðið betri kjör en íslensku félögin. EasyJet, sem er þriðja umsvifamesta flugfélagið hér á landi, býður hins vegar ekki upp á farseðla með tengiflugi og farþegar félagsins eru því á eigin vegum ef þeir þurfa að ná framhaldsflugi.

Engir punktar í boði

Eins og áður er stefnt að því að kynna útboð á farmiðum stjórnarráðsins innan skamms og þá kemur í ljós að hvaða leyti það verður frábrugðið útboðinu sem haldið var árið 2011. Nú þegar er hins vegar ljóst að reynt verður að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun einstaklinga í komandi útboði samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …