Bestu mótelin í Bandaríkjunum

motel tablet

Ertu á leið í langan bíltúr um Bandaríkin og viltu gista á klassísku bandarísku móteli? Ef svo er þá eru þetta þau mótel sem þykja bera af í Bandaríkjunum um þessar mundir að mati hótelvefsins Tablet. Sumir þessara gististaða eru reyndar inn í miðjum borgum og þannig geta þeir sem eru á leið í borgarferð líka fundið eitthvað fyrir sitt hæfi. Svo er líka eitt þarna sem er norðan megin við landamærin.
1. THE GRAHAM & CO., New York fylki
Hér eiga Instagram notendur víst erfitt með að halda aftur að sér. MYNDIR
2. THE VAGABOND HOTEL, Miami í Flórída
Þekkt mótel í Flórída sem var lengi í niðurnýslu en hefur nú verið tekið í gegn án þess þó að tapa sálinni. MYNDIR
3. THE STANDARD HOLLYWOOD, Los Angeles
Andi sjöunda áratugarins er alls ráðandi innan veggja hótelsins og að sjálfsögðu er sundlaug svo gestirnir geti kælt sig niður. MYNDIR
4. CAMP COMFORT, Comfort í Texas
Byggt á grunni keilusalar sem var opnaður árið 1860. MYNDIR
5. THE BURRARD, Vancouver, British Columbia
Á þessu kanadíska móteli hefur andi Kaliforníu svifið yfir vötnum allar götur síðan 1956. MYNDIR
6. JUPITER HOTEL, Portland, Oregon
Líflegur gististaður í anda Ace hótelanna og fleiri álíka sem eru þó lausir við lúxus. MYNDIR
7. HOTEL SAN JOSE, Austin, Texas
Austin er á margan hátt sér á báti í Suðurríkjunum og Hotel San Jose er víst einn af þeim stöðum sem tryggir Austin þessa sérstöðu. MYNDIR
8. ACE HOTEL & SWIM CLUB, Palm Springs, California
ACE gistihúsin eru jafnt og þétt að koma sér fyrir í fleiri borgum eftir að hafa gert garðinn frægan í norðvesturríkjum Bandaríkjanna. MYNDIR
9. HOPE SPRINGS RESORT, Desert Hot Springs, Kalifornía
Það eru aðeins tíu herbergi á þessu móteli sem er aðeins fyrir fullorðna. MYNDIR
10. THE VERB HOTEL, Boston, Massachusetts
Mótel við hliðina á hinum þekkta hafnarboltavelli Fenway Park. MYNDIR
11. THE ROXBURY, Catskills, New York
Hér er naumhyggjan víðs fjarri og eigendur óhræddir við að leyfa litunum að tala. MYNDIR
12. THE PEARL, San Diego, California
Mótel sem hefur veirð hafið til veggs og virðingar á nýjan leik. Ódýrustu herbergin kosta nokkuð undir 100 dollurum. MYNDIR
13. THE MODERN HOTEL, Boise, Idaho
Forvitnilegur kostur fyrir þá sem vilja búa á fjörugu hóteli með vinsælan bar. MYNDIR
14. BELMONT HOTEL, Dallas, Texas
Vel staðsett á hæð með útsýni yfir bílaborgina. MYNDIR
15. HOTEL VALLEY HO, Scottsdale, Arizona
Þrátt fyrir nýlegar viðbætur og endurbætur er þetta vegahótel ennþá fullkomið að mati Tablet. MYNDIR