Neyt­enda­stofa setur út á auglýs­ingar WOW air

wow bokunargjald

Hjá WOW air bætist 999 króna bókun­ar­gjald við allar pant­anir og því ekki hægt að fá miða á auglýstu verði. Neyt­enda­stofa hefur bent forsvars­mönnum félagsins á að þessi fram­setning sé ekki samkvæmt reglum. Hjá WOW air bætist 999 króna bókun­ar­gjald við allar pant­anir og því ekki hægt að fá miða á auglýstu verði. Neyt­enda­stofa hefur bent forsvars­mönnum félagsins á að þessi fram­setning sé ekki samkvæmt reglum.
Þó það standi í auglýs­ingum og á heima­síðu WOW air að farmiðar til London kosti 9.999 krónur þá hækka þeir um tíund þegar komið er greiðslu. Ástæðan er sú að bókun­ar­gjald upp á 999 krónur leggst ofan á allar farmiðap­ant­anir á heima­síðu félagsins. Gjaldið er lagt á hverja bókun en ekki á hvern farþega sem þýðir að þó pant­aðir séu fjórir miðar þá er gjaldið eftir sem áður saman­lagt 999 krónur. Þessi háttur hefur verið hafður á síðan í byrjun vetrar 2012 en þá var bókun­ar­gjaldið 900 krónur. Nýverið sendi Neyt­enda­stofa hins vegar erindi til WOW air þar sem bent er á að endan­legt verð eigi alltaf að koma fram í auglýs­ingum og fram­setn­ingin í kynn­ing­ar­efni WOW air uppfylli ekki þau skil­yrði. Eins og sjá má á mynd­inni hér fyrir ofan þá kemur ekki fram í auglýs­ingum sem WOW air birtir í dag að 999 krónur bætist við hverja pöntun.
Samkvæmt upplýs­ingum frá Neyt­enda­stofu verður tekin ákvörðun um hvort bókun­ar­gjaldið þurfi fram­vegis að vera í innifalið auglýs­ingum WOW air þegar svar berst frá flug­fé­laginu. Svan­hvít Frið­riks­dóttir, upplýs­inga­full­trúi WOW air, gat ekki tjáð sig um málið við Túrista þegar eftir því var óskað. 

Kred­it­korta­gjöld algeng

Það er þó ekki aðeins hér á landi þar sem farið er fram á að hægt sé að bóka auglýst farmiða­verð því líkt og Túristi sagði frá þá gerðu bresk yfir­völd athuga­semd við auglýs­ingar lággjalda­flug­fé­lag­anna easyJet og Ryanair síðla árs 2011 vegna þess að hjá báðum fyrir­tækjum var bókun­ar­gjaldi bætt við auglýst verð og einnig þau fargjöld sem sýnd voru í netbók­un­arvél. Í fram­haldi gerðu bæði félög breyt­ingar í takt við óskir yfir­valda. Það er hins vegar algengt að kred­it­korta­gjöld séu lögð ofan á fargjöld.

Umtals­verðar tekjur

Í ár er reiknað með að WOW air flytji um 800 þúsund farþega en þar sem hver farþegi er talinn hvora leið þá eru einstak­ling­arnir um helm­ingi færri eða um 400 þúsund. Ef gert er ráð fyrir því að viðskipta­vinir WOW air panti að jafnaði miða fyrir tvo farþega í einu má búast við að tekjur WOW air af bókun­ar­gjaldinu í ár séu tæpar 200 millj­ónir.