Ódýrara til Kaupmannahafnar og Óslóar en dýrara til London

oslo haust

Fyrir nákvæmlega ári síðan þurfti að borga meira fyrir flugið til höfuðborgar Noregs í lok október og miði með Icelandair til Kaupmannahafnar var mun dýrara. Fyrir nákvæmlega ári síðan þurfti að borga meira fyrir flugið til höfuðborgar Noregs í lok október og miði með Icelandair til Kaupmannahafnar var mun dýrara. Verðþróun á flugið til London er önnur.
Þeir sem ákveða í dag að fljúga til London í síðustu viku október borga meira fyrir farið hjá easyJet og Icelandair í dag en á sama tíma fyrir ári síðan. Hjá WOW standa lægstu fargjöldin hins vegar í stað samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista. British Airways er langdýrasti kosturinn en þess ber að geta að félagið hefur á ný Íslandsflug í könnunarvikunni og er með fáar ferðir. Af verðunum að dæma þá er mikil eftirspurn eftir flugi breska flugfélagsins hingað til lands. Til Kaupmannahafnar er hins vegar hægt að finna ódýrari miða en í fyrra og sem fyrr er hið norska Norwegian ódýrasti kosturinn ef stefnan er sett á Ósló.

Þeir sem ferðast í kringum jól hafa oftast úr færri ferðum að velja og þurfa að borga meira fyrir farmiðana eins og sjá má hér fyrir neðan.