Ódýrara en áður að bóka Lundúnarflug með stuttum fyrirvara

london louis llerena

Flugfélögin þrjú sem bjóða upp á ætlunarflug til London í haust bjóða nú mun lægra verð. Fargjöldin til Óslóar og Kaupmannahafnar breytist minna. Flugfélögin þrjú sem bjóða upp á ætlunarflug til London í haust bjóða nú mun lægra verð. Fargjöldin til Óslóar og Kaupmannahafnar breytist minna. 
Sá sem bókar í dag ferð til London og heim aftur um mánaðarmótin borgar mun minna en farþegi sem var í sömu sporum í fyrra og í septemberbyrjun árið 2013 og 2012. Hjá WOW air er hægt að fá flug, fram og tilbaka, eftir fjórar vikur fyrir um 29 þúsund krónur og er farangursgjald félagsins tekið með í reikninginn. Á sama tíma í fyrra kostaði ódýrasta farið með WOW til London rúmlega 40 þúsund. Verðlækkunin nemur 28 prósentum. EasyJet og Icelandair rukka einnig minna fyrir flugið til London núna en í fyrra eins og sjá má á efra súluritinu hér fyrir neðan. Verðþróunin er hins vegar önnur þegar kemur að flugi til Kaupmannahafnar og Óslóar. Þeir sem ætla til þessara borga í lok nóvember borga sambærilega mikið fyrir farið til London og Kaupmannahafnar en geta fundið lægri fargjöld til Óslóar eins og sést á neðra ritinu. Þar má líka sjá að í lok nóvember bjóða bæði British Airways og easyJet ódýrari farmiða en íslensku félögin tvö.
Í verðkönnunum Túrista eru fundin ódýrustu sætin, báðar leiðir, innan sömu viku og er reiknað með að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur. Tösku- og bókunargjöld eru tekin með í reikninginn.