Oftast flogið til Kaupmannahafnar í ágúst

cph terminal

Valmöguleikum farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar milli ára en umferðin var mest til gömlu höfuðborgarinnar. Valmöguleikum farþega á Keflavíkurflugvelli fjölgar milli ára en umferðin var mest til gömlu höfuðborgarinnar.
Í ágúst var boðið upp á 2003 áætlunarferðir héðan til nærri fimmtíu og átta borga í Evrópu og N-Ameríku samkvæmt talningu Túrista. Áfangastöðunum fjölgaði um sex milli ára og meðal nýrra staða eru Dublin, Portland og Róm. Enginn þessara nýliða kemst þó á lista yfir þær tíu borgir sem oftast var flogið til í ágúst. Þar tróna á toppnum Kaupmannahöfn og London en þangað flugu um 8 prósent allra þeirra véla sem tóku á loft frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Höfuðborg Frakklands kemur þar á eftir en Ósló, sem er alla jafna í þriðja sæti, er í því sjöunda. Ástæðan fyrir því er sú að umferðin til Parísar, New York og Boston hefur aukist til muna frá því í fyrra.

Þær borgir sem oftast var flogið til í ágúst:

  1. Kaupmannahöfn, 8% allra brottfara
  2. London, 7,5% allra brottfara
  3. París, 6,2% allra brottfara
  4. New York, 6,2% allra brottfara
  5. Boston, 5,9% allra brottfara
  6. Ósló, 5,2% allra brottfara
  7. Amsterdam, 4,5% allra brottfara
  8. Stokkhólmur, 3,3% allra brottfara
  9. Berlín, 3,3 allra brottfara
  10. Washington, 3,3% allra brottfara