Hvað kostar að nota farsímann í Banda­ríkj­unum?

gsm

Síma­fyr­ir­tækin bjóða sérstaka pakka fyrir þá sem vilja nota farsímann á ferða­lagi um Norður-Ameríku. Tölu­verður verðmunur er hins vegar á þessari þjón­ustu eftir fyrir­tækjum. Síma­fyr­ir­tækin bjóða sérstaka pakka fyrir þá sem vilja nota farsímann á ferða­lagi um Norður-Ameríku. Tölu­verður verðmunur er hins vegar á þessari þjón­ustu eftir fyrir­tækjum.
Það þekkja það senni­lega flestir að það getur verið mjög kostn­að­ar­samt að nota farsímann mikið í útlöndum. Innan Evrópska efna­hags­svæð­isins hefur verð­skráin þó lækkað hratt síðustu ár eftir að ESB hóf að setja verðþak á síma­þjón­ustu milli aðild­ar­landa. Öðru máli gegnir um notk­unina annars staðar í heim­inum en þá er bót í máli að íslensku síma­fyr­ir­tækin bjóða flest fast verð á síma­notkun í N‑Ameríku ef notend­urnar kaupa sérstakan pakka og greiða fyrir ákveðið daggjald. Þess háttar þjón­usta er líka í boði ef ferðast er innan Evrópu.

Umtals­vert ódýrara en almenna verð­skráin

Þeir sem eru á leið til Ameríku og sjá fram á að nota símann annars staðar en þar sem frítt netsam­band er í boði ættu í flestum tilfellum að spara sér dágóða upphæð með því að bóka þessa útlanda­þjón­ustu síma­fyr­ir­tækj­anna. Til dæmis borga viðskipta­vinir Símans 195 krónur á mínútu fyrir að hringja heim frá Banda­ríkj­unum en mínútu­verðið fer niður í 5 krónur ef keyptur er Ferðapakki Símans og hjá Nova lækkar verð á mega­bæti úr 590 kr. niður í 19,9 krónur. En eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan er verð­lagning á þessari þjón­ustu ólík hjá fjórum stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum hér á landi. Viðskipta­vinir Voda­fone borga t.a.m. tvöfalt hærra daggjald en kúnnar hinna síma­fyr­ir­tækj­anna en á móti kemur að netverðið er mun lægra hjá Voda­fone. Viðskipta­vinir 365 greiða hins vegar lægsta daggjaldið, fá ódýr­ustu símtölin og borga ekkert fyrir SMS. Þjón­usta Símans er á nánast sama verði og hjá 365 en Nova er eina félagið sem rukkar fyrir móttöku símtals. Þess ber að geta að þessir afsláttar­pakkar gilda einnig í Kanada nema hjá 365. 

 
  Nova Síminn 365/Tal Voda­fone
Daggjald 490 kr. 490 kr. 480 kr. 978 kr.
Hringja í íslenskt númer frá Banda­ríkj­unum 20 kr. mínútan
+ 10 kr. upphafs­gjald
5 kr. mínútan 4,9 kr. 19,7 kr.
+9,8 kr. upphafs­gjald
Svara símtali í Banda­ríkj­unum 20 kr. mínútan Innifalið Innifalið Innifalið
Senda SMS til Íslands frá Banda­ríkj­unum 14 kr. Innifalið Innifalið 14,7 kr.
Netnotkun 19,9 kr MB
(m.v. 199 kr fyrir 10MB)
25 kr. MB 24,5 kr. MB 11,9 kr. MB
(m.v. 178 kr. fyrir 15MB)