Hvað kostar að nota farsímann í Bandaríkjunum?

gsm

Símafyrirtækin bjóða sérstaka pakka fyrir þá sem vilja nota farsímann á ferðalagi um Norður-Ameríku. Töluverður verðmunur er hins vegar á þessari þjónustu eftir fyrirtækjum. Símafyrirtækin bjóða sérstaka pakka fyrir þá sem vilja nota farsímann á ferðalagi um Norður-Ameríku. Töluverður verðmunur er hins vegar á þessari þjónustu eftir fyrirtækjum.
Það þekkja það sennilega flestir að það getur verið mjög kostnaðarsamt að nota farsímann mikið í útlöndum. Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur verðskráin þó lækkað hratt síðustu ár eftir að ESB hóf að setja verðþak á símaþjónustu milli aðildarlanda. Öðru máli gegnir um notkunina annars staðar í heiminum en þá er bót í máli að íslensku símafyrirtækin bjóða flest fast verð á símanotkun í N-Ameríku ef notendurnar kaupa sérstakan pakka og greiða fyrir ákveðið daggjald. Þess háttar þjónusta er líka í boði ef ferðast er innan Evrópu.

Umtalsvert ódýrara en almenna verðskráin

Þeir sem eru á leið til Ameríku og sjá fram á að nota símann annars staðar en þar sem frítt netsamband er í boði ættu í flestum tilfellum að spara sér dágóða upphæð með því að bóka þessa útlandaþjónustu símafyrirtækjanna. Til dæmis borga viðskiptavinir Símans 195 krónur á mínútu fyrir að hringja heim frá Bandaríkjunum en mínútuverðið fer niður í 5 krónur ef keyptur er Ferðapakki Símans og hjá Nova lækkar verð á megabæti úr 590 kr. niður í 19,9 krónur. En eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan er verðlagning á þessari þjónustu ólík hjá fjórum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi. Viðskiptavinir Vodafone borga t.a.m. tvöfalt hærra daggjald en kúnnar hinna símafyrirtækjanna en á móti kemur að netverðið er mun lægra hjá Vodafone. Viðskiptavinir 365 greiða hins vegar lægsta daggjaldið, fá ódýrustu símtölin og borga ekkert fyrir SMS. Þjónusta Símans er á nánast sama verði og hjá 365 en Nova er eina félagið sem rukkar fyrir móttöku símtals. Þess ber að geta að þessir afsláttarpakkar gilda einnig í Kanada nema hjá 365. 

 
  Nova Síminn 365/Tal Vodafone
Daggjald 490 kr. 490 kr. 480 kr. 978 kr.
Hringja í íslenskt númer frá Bandaríkjunum 20 kr. mínútan
+ 10 kr. upphafsgjald
5 kr. mínútan 4,9 kr. 19,7 kr.
+9,8 kr. upphafsgjald
Svara símtali í Bandaríkjunum 20 kr. mínútan Innifalið Innifalið Innifalið
Senda SMS til Íslands frá Bandaríkjunum 14 kr. Innifalið Innifalið 14,7 kr.
Netnotkun 19,9 kr MB
(m.v. 199 kr fyrir 10MB)
25 kr. MB 24,5 kr. MB 11,9 kr. MB
(m.v. 178 kr. fyrir 15MB)