Skipting erlendra hótelgesta eftir höfuðborg og landsbyggð

erlendir ferdamenn

Tveir af hverjum þremur sem innrita sig á íslenskt hótel gista á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið er þó ólíkt eftir þjóðernum og Ísraelar eru til að mynda líklegastir til að vera út á landi. Tveir af hverjum þremur sem innrita sig á íslenskt hótel gista á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallið er þó ólíkt eftir þjóðernum og Ísraelar eru til að mynda líklegastir til að vera út á landi.
Vægi Reykjavíkur og nágrennis er mjög hátt á íslenska hótelmarkaðnum því um 67% allra keyptra gistinátta á landinu eru á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðin fær því um þriðjung af gistingunni til sín samkvæmt tölum Hagstofu Íslands yfir dreifingu gistinátta á íslenskum hótelum í fyrra. Í talningu Hagstofunnar eru aðeins teknar með gistingar á hótelum sem opin eru allt árið um kring. 
Bretar eru stærsti hópurinn hér á landi yfir vetrarmánuðina og eins og sést á töflunni hér fyrir neðan þá kjósa þeir mun frekar að gista á höfuðborgarsvæðinu á meðan innan við þriðjungur af þeirri gistingu sem Ísraelar kaupa hér á landi er í Reykjavík. Ítalir, Svisslendingar, Tékkar og Spánverjar eru einnig líklegri til að fara út á land. Ein skýring á mismunandi skiptingu milli höfuðborgar og landsbyggðar er sú að þær þjóðir sem aðallega koma hingað á sumrin fara frekar út á land en þær sem koma í stuttar ferðir yfir vetrarmánuðina.