Skora til góðs við Hótel Sögu

saga fotbolti

Radisson Blu hótelin í Reykjavik halda mót í mennsku fótboltaspili til styrktar Krafti.  Radisson Blu hótelin í Reykjavik halda mót í mennsku fótboltaspili til styrktar Krafti. Gestir hótelanna geta líka lagt sitt að mörkum í morgunmatnum.
Laugardaginn 12. september munu samstarfsaðilar Radisson Blu hótelanna etja þar kappi í mennsku fótboltaspili eins og það er kallað. Öll lið greiða þátttökugjald og rennur ágóðinn óskiptur til Krafts. Mótið verður haldið fyrir framan innganginn við Súlnasal Hótel Sögu milli klukkan 11 og 14. Á síðasta ári héldu hótelin samskonar mót og þá tóku tíu lið þátt.
Samkvæmt tilkynningu er þetta fjórtánda árið í röð sem Carlson Rezidor hótelkeðjan, móðurfélag Radisson Blu, efnir til samfélagsátaks í september og sameinast hótelin, innan keðjunnar, um allan heim til þess að láta gott af sér leiða. Starfsfólk og gestir, ásamt almenningi, geta tekið þátt í að safna fé til styrktar World Childhood Foundation eða styðja við bakið á innlendum málstað eða aðila.
Ásamt því að halda mót í mennsku fótboltaspili þá taka hótelin einnig þátt í söfnun fyrir World Childhood Foundation, sem kallast: Super Breakfast for Super Children. Þar býðst öllum gestum hótelanna, í september, að kaupa auka morgunmat og rennur andvirðið í söfnunina og ágóðinn mun fara til þurfandi barna í Úkraínu og Suður Afríku að því segir í tilkynningu.