Styttist í framtíðarsýn fyrir íslenska ferðaþjónustu

islenskar rollur topich

Upphaflega stóð til að kynna niðurstöður stýrihóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framtíð ferðaþjónustunnar í vor. Nú er vonast til að vinnan verði kynnt síðar í þessum mánuði. Upphaflega stóð til að kynna niðurstöður stýrihóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framtíð ferðaþjónustunnar í vor. Nú er vonast til að vinnan verði kynnt síðar í þessum mánuði.
Fyrir tæpu ári síðan setti Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi eins og það var orðað í tilkynningu. Skipaður var stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra en auk hennar eiga sæti í nefndinni ferðamálastjóri og formaður og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Birta átti afrakstur þessarar vinnu í maí síðastliðnum en ekkert varð úr því. Í viðtali í tíufréttum Rúv fyrir hálfum mánuði síðan sagði ráðherra að niðurstaðan yrði kynnt á næstu dögum en það gekk ekki eftir. Samkvæmt svari ráðuneytisins í dag þá er stefnt að kynningu síðar í þessum mánuði. Það er Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem leiðir verkefnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Stefnir í 1,5 milljón ferðamanna á næsta ári

Líkt og Túristi greindi frá í gær þá má búast við að ein og hálf milljón ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári sem er helmingsaukning frá því í fyrra. Á sama tíma ríkir óvissa um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða því samkvæmt frétt Vísis þá hefur ekki tekist að ljúka helmingi þeirra verkefna sem úthlutað hefur verið til og íhugar ráðherra að innkalla fjármagnið.