Tékkaði sig inn sem prinsessa en fór frá borði sem drottning

drottningin british airways

Um þessar mundir er þeim tímamótum fagnað að enginn breskur þjóðhöfðingi hefur verið lengur við völd en Elísabet önnur. Flugfélagið British Airways kom við sögu þegar drottningin tók við embættinu fyrir rúmum 63 árum síðan. 
Þann 31. janúar árið 1952 hóf Elísabet önnur, þá prinsessa, ferðalag sitt um Breska heimsveldið. Ferðinni var heitið til Austur-Afríku og flaug hún með flugfélaginu BOAC sem síðar varð British Airways. Það var um borð í fluginu sem henni bárust fregnirnar af því að faðir hennar, Georg sjötti, væri látinn og hún því orðinn Bretlandsdrottning. Það var flugstjórinn sem fékk skilaboðin frá drottningamóðurinni í gegnum talstöð og skrifaði þau niður á símskeyti sem var svo afhent þáverandi prinsessu. 
Í skeytinu stóð:
To: Her Majesty The Queen
All my thoughts and prayers are with you.
Mummie
Buckingham Palace

Elísabet snéri svo til Bretlands viku síðar og tók formlega við þjóðhöfðingahlutverkinu þann 6. febrúar árið 1952.
Þess má geta að í næsta mánuði hefur British Airways flug á ný til Íslands.