Samfélagsmiðlar

Útboð á flugmiðakaupum ráðuneytanna í september

flugtak 860 a

Stefnt er að því að bjóða út farmiðakaup starfsmanna stjórnarráðsins innan skamms. Vilji er til að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna. Stefnt er að því að bjóða út farmiðakaup starfsmanna stjórnarráðsins innan skamms. Vilji er til að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna.
Í vor komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að kaup hins opinbera á flugmiðum væru það umfangsmikil að leita þyrfti tilboða í þau á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum er þess háttar útboð nú í vinnslu og stefnt er að því að bjóða út öll flugmiðakaup stjórnarráðsins síðar í þessum mánuði. 
Fjögur og hálft ár eru liðin frá því að ríkið bauð síðast út kaup sín á farmiðum og þá bárust tilboð frá Icelandair og Iceland Express og var þeim báðum tekið. Forsvarsmenn Iceland Express kærðu seinna þá niðurstöðu og sögðust lítil viðskipti hafa fengið frá hinu opinbera þrátt fyrir samninginn.

Vildarpunktasöfnun ekki heimil

Forsvarsmenn Félags atvinnurekenda hafa lengi talað fyrir nýju útboði og í viðtali við Túrista í vor sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri samtakanna, að það væri algjört grundvallaratriði að tekið yrði fyrir það að einstaka bjóðendur geti boðið starfsmönnum ríkisins sporslur fyrir að beina viðskiptum sínum til þeirra. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn þiggi vildarpunkta til persónulegra nota vegna flugferða sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir,“ bætti Ólafur við. Svo virðist sem þetta sjónarmið verði ofan á því samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þá er gert ráð fyrir því í komandi útboði að óheimilt verði að bjóða hvata til ferða hjá ákveðnu flugfélagi og reynt verður að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun einstaklinga. Í svari frá Ríkiskaupum er jafnframt bent á að siðareglur ráðuneytanna muni gilda fyrir samninginn og þar kemur meðal annars fram að starfsmönnum sé með öllu óheimilt að veita viðtöku hvers konar gjöfum.

Verða að velja ódýrasta flugmiðann 

Um síðustu áramót leitaði danska ríkið tilboða í farmiðaviðskipti sín til 178 áfangastaða. Var samið við eitt til þrjú flugfélög um hverja flugleið og samkvæmt upplýsingum frá SKI, dönsku innkaupastofnuninni, verða opinberir starfsmenn í Danmörku í öllum tilvikum að velja ódýrasta miðann sem býðst á hverri flugleið og mega þeir aðeins beina viðskiptum til þeirra flugfélaga sem SKI samdi við. Öll kaup á farmiðum fara í gegnum ferðaskrifstofur sem fá greiddar þóknanir fyrir sína vinnu. Aðeins flugfélög sem bjóða upp á beint flug, tvisvar til þrisvar í viku gátu boðið í hverja flugleið. Félög sem geta boðið upp á tengiflug gátu einnig gert tilboð en þá verða þau að tryggja að ferðatíminn sé innan ákveðinna marka. Athygli vekur að af Ísland var ekki einn af þeim 178 áfangastöðum sem danska innkaupastofnunin bauð út. Af því að dæma eiga danskir ríkisstarfsmenn ekki oft erindi til Íslands.

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …