Vísir að verðstríði í Lundúnarflugi

london oxfordstraeti

Bæði Icelandair og WOW air lækkuðu ódýrustu farmiðana sína til London í vikunni. Framboð á flugi til höfuðborgar Bretlands hefur aldrei verið eins mikið og það er í vetur. Bæði Icelandair og WOW air lækkuðu ódýrustu farmiðana sína til London í vikunni. Framboð á flugi til höfuðborgar Bretlands hefur aldrei verið eins mikið og það kann að skýra verðsveiflurnar.
Í vetur geta farþegar á leið til London valið úr áætlunarferðum fjögurra flugfélaga og þegar mest lætur verða farnar þangað 56 ferðir í viku. Þetta eru þrisvar sinnum fleiri ferðir en voru í boði veturinn 2011 til 2012 svo virðist sem fargjöldin séu á niðurleið.
Á laugardaginn sagði Túristi til að mynda frá því að British Airways biði nú farmiða á 5.055 krónur til London í vetur sem er óvenju lágt verð og nokkru ódýrara en íslensku félögin og easyJet höfðu á boðstólum. 
Í kjölfarið sendi WOW air út netklúbbstilboð þar sem flugmiðar til London voru seldir á 5.999 krónur sem er fjögur þúsund krónum minna en þeir kostuðu um helgina. Aðspurð um ástæður þessarar 40 prósent verðlækkunar vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, aðeins segja að það væri markmið WOW air að bjóða lægsta verðið. Félagið toppaði hins vegar ekki boð British Airways.
Þess ber þó að geta að á þessari stundu er lítið eftir af 5.055 króna fargjöldum British Airways yfir háveturinn en félagið er þó ennþá með miða á 7.155 og 9.205 þúsund krónur. Ódýrustu farmiðarnir hjá WOW eru aftur komnir upp í 9.999 krónur en auk þess bætist 999 króna bókunargjald við allar pantanir hjá íslenska félaginu. Hjá báðum félögum borga farþegar aukalega fyrir innritaðan farangur en hjá WOW þarf einnig að greiða fyrir handfarangur sem er þyngri en 5 kíló.

Eldsneytisálag Icelandair lækkar

Það voru þó ekki aðeins farmiðar WOW air sem tóku dýfu í vikunni því hjá Icelandair lækkuðu ódýrustu farmiðarnir til London úr 17.455 krónum niður í 16.205 krónur samkvæmt athugun Túrista. „Við lækkuðum eldsneytisálagið um 15% á dögunum, og það getur haft áhrif á þessi verð, þó svo eftirspurn ráði almennt verði í flugi eins og allir þekkja,“ segir Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, um ástæður þess að félagið bjóði nú ódýrari farmiða til London en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan. En öfugt við British Airways, WOW og easyJet þá fylgir farangursheimild með öllum farmiðum Icelandair. 

Dýrara til Kaupmannahafnar og Óslóar

Á sama tíma og farmiðaverðið til London lækkar þá kostar í dag nokkru meira en fyrir ári síðan að bóka flug til Kaupmannahafnar og Óslóar með stuttum fyrirvara. Fargjöldin í lok nóvember eru hins vegar á svipuðu reki og þau voru í fyrra samkvæmt nýjustu verðkönnun Túrista
SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM