Fer WOW air til Toronto og Montreal?

montreal stor

Á næsta ári munu bæði Icelandair og WOW air hefja áætlunarflug til Montreal. Félögin eru líka sögð ætla að keppa um hylli farþega á leið til og frá fjölmennustu borg Kanada. Á næsta ári munu bæði Icelandair og WOW air hefja áætlunarflug til Montreal. Félögin eru líka sögð ætla að keppa um hylli farþega á leið til og frá fjölmennustu borg Kanada á næsta ári.
Í vor staðfestu forsvarsmenn Icelandair orðróm um að félagið setti stefnuna á áætlunarflug til  hinnar frönskumælandi Montreal í Kanada. Nokkrum vikum síðar hafði Mbl.is það eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW, að íslenska lággjaldaflugfélagið ætlaði einnig til borgarinnar. Nýverið hóf Icelandair svo sölu á farmiðum til Montreal en WOW air hefur ekki kynnt áætlunarferðir sínar til borgarinnar. En samkvæmt frétt dönsku flugfréttasíðunnar Check-in í dag þá mun WOW air hefja flug til Montreal 12. maí á næsta ári, viku áður en Icelandair fer jómfrúarferð sína til borgarinnar. Bæði félög munu fljúga fjórum sinnum í viku til Montreal.

Taka líka slaginn í Toronto

Það verður þó ekki aðeins í flugi milli Íslands og Montreal sem íslensku félögin tvö munu keppa um hylli farþega því í fyrrnefndri frétt Check-in kemur fram að WOW air ætli að veita Icelandair samkeppni í flugi milli Toronto og Íslands frá og með 19. maí og fljúga þangað fjórum sinnum í viku. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vildi ekki tjá sig um þessa frétt danska vefmiðilsins við Túrista nú í morgun. Icelandair hóf að fljúga til fjölmennustu borgar Kanada, Toronto, fyrir sjö árum síðan og hefur verið eitt um þá flugleið og allt flug milli Íslands og Kanada því ekkert kanadískt flugfélag hefur boðið upp á áætlunarferðir hingað.
Ef að líkum lætur þá mun Icelandair fljúga allt að 22 ferðir í viku til Kanada á næsta ári sem er þrefalt meira framboð en félagið bauð upp á fyrir þremur árum síðan. Ferðir WOW verða átta talsins samkvæmt frétt Checkin.
HÉR GETURÐU GERT VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM