5 góð kaffihús í Berlín

kaffi berlin

Aðstandendur vefsíðunnar Hypebeast eru þungavigtarfólk í tískugeiranum og hér eru þau kaffihús í höfuðborg Þýskalands sem eru þeim helst að skapi.
Aldrei fyrr hefur framboð á flugi héðan til Berlínar verið eins mikið yfir vetrarmánuðina og það er nú. Síðustu vetur hefur WOW air verið eitt um flugið þangað en núna býður Airberlin líka upp á áætlunarferðir til heimaborgar sinnar. Þeir sem vilja heimsækja hina vinsælu Berlín geta því valið úr fjölda brottfara en ferðamannastraumurinn til þangað heldur áfram að aukast hratt milli ára og til að mynda er Berlín sú borg sem flestir Danir kjósa að fara í helgarferð til. 
Hvað sem því líður þá er það þannig að margir komast ekki höfuðverkjalausir í gegnum daginn nema að fá góðan kaffibolla og nú hafa útsendarar vefsíðunnar Hypebeast fundið fimm kaffihús í Berlín sem þeim þykja best. Eins og gefur að skilja þá eru engin útibú heimþekktra kaffihúskeðja á listanum.
Sjá umsögn Hypebeast hér.