Vetrarleiga á bílaleigubílum næstdýrust hér á landi

vegur vetur john salzarulo

Yfir sumarmánuðina eru verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll í sérflokki en í vetur er Ósló á toppnum. Yfir sumarmánuðina eru verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll í sérflokki en í vetur er Ósló á toppnum.
Þeir sem leigðu bíl í hálfan mánuð við Keflavíkurflugvöll síðastliðin sumur borguðu að jafnaði um 8 til 9 þúsund krónur á dag fyrir ökutæki af minnstu gerð. Það var mun hærra verð en annars staðar  samkvæmt reglulegum könnunum Túrista á verðskrám bílaleiga við 20 evrópskar flughafnir.

Helmingi ódýrara í vetur

Þegar borið er saman verð á bílaleigubílum næstu fjóra mánuði þá kemur hins vegar í ljós að verðið hér á landi er ekki hæst og daggjaldið er þá um helmingi lægra en það er yfir aðalferðamannatímabilið. Vikuleiga á bíl við Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu fjóra mánuði kostar að jafnaði 27.626 krónur, eða tæpar 4 þúsund krónur á dag. Verðið er hins vegar hæst við Óslóarflugvöll því þar kostar vikan að meðaltali 38.787 krónur. Annars staðar í álfunni eru prísarnir lægri en við þessa tvo flugvelli eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan. Ódýrustu bílaleigubílarnir eru á Tenerife og í Kaupmannahöfn. 
SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM ÚT UM ALLAN HEIM
Sem fyrr er notast við leitarvél Rentalcars, samstarfsaðila Túrista, til að bera saman verð á bílaleigum við hvern flugvöll fyrir sig. Verðkannanir Túrista hafa sýnt fram á að Rentalcars finnur oft lægra verð en er í boði annars staðar. Í öllum tilvikum var ótakmarkaður akstur, fríar afbókanir og kaskótrygging innifalin í verðinu og oftast voru leigurnar með afgreiðslu inn í flugstöðvarbyggingum.