Bjóða foreldrum að styrkja ferðalög sem auka kynhvötina

spies

Gerðu það fyrir mömmu er heiti herferðar danskrar ferðaskrifstofu sem býður upp á sérstakar pakkaferðir sem eiga að auka líkurnar á þungun. Foreldrar geta styrkt börnin sín til ferðarinnar.
Fæðingartíðni hefur dregist saman í Danmörku eins og víða annars staðar og draumur fólks um að fá sæmdarheitið amma og afi verður stundum aldrei að veruleika. Þeir foreldrar sem vilja reyna að gera eitthvað í málunum til að auka líkurnar á barnabörnum geta núna keypt sérstakan ferðastyrk hjá dönsku ferðaskrifstofunni Spies sem svo sendir börnin, ásamt makanum, til útlanda í ferðir sem eiga að auka kynhvötina. Á ferðalaginu er lögð áhersla á alls kyns líkamsrækt enda sannað að pör sem hreyfa sig saman eru nefnilega líklegri til að stunda kynlíf oftar en aðrir. Rannsóknir Spies sýna líka að fólk er helmingi líklegra til að sofa saman í sólarlandaferð en í öðrum ferðum.
Þau hjá Spies bjóða einnig foreldrum sem eiga einhleyp börn upp á sérstaka aðstoð eins og sjá má á í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Dönsku ferðafrömuðurnir láta ekki þar við sitja því þeir hafa einnig látið útbúa líkamsræktarmyndbönd fyrir pör sem eiga að hjálpa til:

Sjá nánar á heimasíðu Spies

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ HVERJIR FLJÚGA TIL SÓLARLANDA Í VETUR OG HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU