Dýrustu og ódýrustu borgirnar fyrir helgarferð

zurich 860

Það er ekki nóg að fá flugmiðana fyrir lítið til að komast í ódýra borgarferð eins og hér má sjá. Það er ekki nóg að fá flugmiðana fyrir lítið til að komast í ódýra borgarferð. Hér má sjá hvað það kostar að búa og borða vel í borgum vítt og breitt um heiminn.
Það kostar mun meira að heimsækja veitingastað í París en í Búdapest og verðskrár gististaða eru mjög mismunandi eftir löndum. Sumsstaðar er hægt að bóka fimm stjörnu herbergi fyrir það sama og miðlungshótel kostar í dýrustu borgununum og verðskrár bílaleiga eru mjög mismunandi eins og verðkannanir Túrista hafa sýnt fram á. 

Það er því ekki nóg að kaupa flugmiða á tilboði til að komast sem ódýrast frá borgarferðinni eins og sjá má á niðurstöðum útreikninga starfsfólks svissneska bankans UBS hér fyrir neðan. Þar er lagt mat á hvað það kostar par að dvelja eina nótt á fyrsta flokks hóteli, fara tvisvar út að borða og drekka vín með matnum, leigja sér bíl, fara í leigubíl og líka strætó. Eins og sjá má er dýrast að dvelja í Zurich en höfuðborg Rúmeníu er ódýrasti kosturinn.