Farið til Kaupmannahafnar, London og Óslóar lækkar

oslo haust

Í dag þarf að borga minna fyrir far til höfuðborga Bretlands, Noregs og Danmerkur en það hefur kostað á þessum tíma árs. Í dag þarf að borga minna fyrir far til höfuðborga Bretlands, Noregs og Danmerkur en það hefur kostað á þessum tíma árs.
Sá sem bókar í dag far til London síðustu vikuna í nóvember hjá easyJet, Icelandair og WOW borgar aðeins minna en farþegi sem var í sömu sporum í fyrra. Hins vegar er verðið í dag umtalsvert lægra en það var á sama tíma í hittifyrra og árið 2012 eins og sjá má línuritinu hér fyrir neðan.
Farmiðar til Óslóar eru  líka mun ódýrari en þeir sem ætla til Kaupmannahafnar í lok nóvember og hafa ekki bókað miða þurfa að borga meira en áður. 

Í þessum mánaðarlegu verðkönnunum Túrista eru könnuð fargjöld til borganna þriggja fjórar vikur fram í tímann og svo tólf vikum fyrir brottför. Líkt og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá eru farmiðarnir í lok janúar á næsta ári á hagstæðara verði í öllum tilvikum en undanfarin ár. Fargjöld British Airways skera sig nokkuð frá öðrum enda mun hærri en félagið flýgur aðeins þrjár ferðir í viku en hin félögin þrjú bjóða upp á upp mun fleiri ferðir.