Fjórða þýska flugfélagið hefur Íslandsflug

germania bremen

Borgirnar Friedrichshafen og Bremen bætast við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar næsta sumar með nýju áætlunarflugi Germania. Borgirnar Friedrichshafen og Bremen bætast við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar næsta sumar með nýju áætlunarflugi Germania.
Allt árið um kring er boðið upp á áætlunarferðir héðan til Berlínar, Frankfurt og Munchen og yfir sumarmánuðina bætist við flug til Dusseldorf, Hamborgar, Kölnar og Stuttgart. Úrvalið af flugi til Þýskalands er því töluvert og til að mynda hafa þrjú þýsk flugfélög boðið upp áætlunarflug hingað um árabil.
Næsta sumar fjölgar þýsku áfangastöðunum um tvo þegar flugfélagið Germania hefur flug til Íslands frá Bremen og Friedrichshafen. Síðarnefnda borgin var um árabil hluti að leiðakerfi Iceland Express.

Ódýrustu miðarnir á um 11 þúsund

Jómfrúarferð Germania hingað til lands verður farin þann 11. júní frá Bremen og verður flugið þangað í boði fram til 21. ágúst en flogið verður milli Friedrichshafen og Keflavíkurflugvallar fram til 10. september að sögn Tabea Behrendt, upplýsingafulltrúa Germania. Hún segir þetta nýja flug vera að hluta til á vegum þýskra ferðaskrifstofa en einstaklingar geti líka bókað sæti beint á heimasíðu Germania og ódýrustu miðarnir kosti 99 evrur. Það jafngildir um 14 þúsund krónum en samkvæmt athugun Túrista má fá farmiða fyrir um 11 þúsund á heimasíðu Germania í dag. Innritaður farangur upp á 20 kíló er innifalinn í farmiðaverðinu og líka léttar veitingar um borð.
Germania er eitt stærsta flugfélag Þýskalands og býður upp á flug til nærri 140 áfangastaða í Evrópu, N-Afríku og vesturhluta Asíu. Félagið rekur 22 flugvélar sem er álíka stór flugfloti Icelandair á.
SMELLTU TIL AÐ BERA SAMAN VERÐ ÁHÓTELUM OGBÍLALEIGUBÍLUM Í ÞÝSKALANDI