20 flugfélög í Íslandsflugi næsta sumar

chicago prag bremen

Listi yfir öll þau flugfélög sem boðað hafa komu sína til Íslands næsta sumar og hvert þau munu fljúga. Farþegar á Keflavíkurflugvelli geta valið úr áætlunarflugi til að minnsta kosti sex nýrra áfangastaða á næsta ári.
Síðastliðna viku hafa flugfélöginIberia, Czech Airlines og Germania bætt Íslandi við leiðakerfi sín og á sunndaginn hóf svo British Airways, eitt stærsta flugfélag Evrópu, áætlunarflug hingað til lands. Með þessari viðbót er útlit fyrir að alla vega tuttugu flugfélög muni bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Flugfélögin voru sextán í fyrrasumar en aðeins fimm sumarið 2007 þegar ferðagleði Íslendinga náði hámarki. Við allt áætlunarflugið bætist svo reglulegt leiguflug á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa auk ferða frá flugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík.

Sex nýjar borgir

Hér fyrir neðan má sjá til hvaða landa hægt verður að fljúga með þotum þeirra tuttugu flugfélaga sem munu leggja að Flugstöð Leifs Eiríkssonar næsta sumar. Endanleg flugáætlun nokkurra flugfélaga liggur ekki fyrir og ekki er útilokað að fleiri flugfélög eða flugleiðir bætist við næsta sumar. En eins og staðan er í dag þá verður í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til Aberdeen í Skotlandi, Chicago í Bandaríkjunum, Montreal í Kanada, Prag í Tékklandi og til þýsku borganna Bremen og Friedrichshafen. Prag og Friedrichshafen voru reyndar áður hluti af leiðakerfi Iceland Express.

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ ÁHÓTELUM OGBÍLALEIGUBÍLUM