Fjórði hver vill taka mat með sér um borð

cph terminal

Matsölustaðir á Kaupmannahafnarflugvelli hafa hrundið af stað herferð til að fá fleiri farþega til að kaupa nestispakka til að borða í háloftunum. Matsölustaðir á Kaupmannahafnarflugvelli hafa hrundið af stað herferð til að fá fleiri farþega til að kaupa nestispakka til að borða í háloftunum.
Hjá sífellt fleiri flugfélögum þarf að borga aukalega fyrir allt fæði um borð og oft eru matseðlarnir mjög einfaldir. Sumir farþegar kjósa því að taka með sér nesti og samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var fyrir Kaupmannahafnarflugvöll, kýs um fjórði hver farþegi þann kost.

Sérstakir matpakkar

Vegna þessa mikla áhuga á nestispökkum meðal flugfarþega hafa nokkrir matsölustaðir á Kaupmannahafnarflugvelli, í samstarfi við flugstöðina sjálfa, hrundið af stað herferð til að fá enn fleiri til að kaupa nesti. Allir staðirnir sem taka þátt í verkefninu bjóða þessa dagana upp á sérstaka flugrétti sem eru nærri lyktarlausir og þeim er pakka í umbúðir sem auðvelt er að brjóta saman í lok máltíðar.

Mælist heldur illa fyrir hjá flugfélögunum

Eins og kannski gefur að skilja þá hefur þetta átak fengið frekar neikvæðar undirtektir meðal forsvarsmenn flugfélaganna í dönsku flughöfnininni því þeir telja að með þessu sé flugstöðin í beinni samkeppni við flugfélögin sjálf sem öll selja mat um borð. Sum flugfélög banna reyndar farþegum að taka með sér mat um borð, m.a. til að koma í veg fyrir ofnæmisköst. Í lesendakönnun sem Túristi gerði fyrir nokkrum árum og hátt í þúsund manns tóku þátt í kom í ljós að aðeins níu prósent farþega fær sér aldrei vott né þurrt. Fimmtíu og eitt prósent segjast alltaf eða stundum kaupa eitthvað af áhöfninni. Hin fjörtíu prósentin kaupa stundum eða sjaldan. Hátt í þúsund atkvæði bárust í könnuninni.