Hvað kostar hressingin í háloftunum?

ba matur

Flugvélamatur er sjaldnast innifalinn í fargjaldinu og það kostar sitt að fá sér að borða um borð. Flugvélamatur er sjaldnast innifalinn í fargjaldinu og það kostar sitt að fá sér að borða um borð.
Það tekur sjaldnast minna en þrjá tíma að fljúga héðan til útlanda og þeir sem ekki borða í flugstöðinni fyrir brottför þurfa líklega á einhverri næringu að halda í háloftunum. Það getur líka verið skynsamlegt að fá sér í svanginn um borð því það er ekki alltaf hlaupið að því að finna matarbita stuttu eftir lendingu. Hjá þeim níu flugfélögum sem halda uppi áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli í vetur þarf í flestum tilvikum að borga eitthvað fyrir veitingarnar um borð nema keyptir séu miðar á dýrari farrými. Aðeins hjá British Airways fá allir farþegar bæði mat og drykk án þess að greiða aukalega en hjá Airberlin og Icelandair eru óáfengir drykkir í kaupbæti á meðan kaffið kostar ekkert hjá SAS. Hjá Icelandair fá yngstu farþegarnir einnig ókeypis máltíð. 

Brauðmetið dýrara

Túristi hefur fylgst reglulega með verði á flugvélamat frá árinu 2011 og á þeim tíma hefur verð á drykkjarföngum haldist nokkuð óbreytt á meðan samlokur hafa hækkað í verði, sérstaklega hjá íslensku flugfélögunum. Áður var hægt að fá samlokur hjá Icelandair og WOW á um 700 krónur en nú kostar langloka hjá WOW þúsund krónur og 950 krónur hjá Icelandair eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Nokkur þúsund krónur að kaupa fyrir fjölskylduna

Þeir sem panta sér gos eða vatn, samloku og kaffi á leiðinni til útlanda þurfa að borga allt að rúmar sautján hundruð krónur fyrir. Hæst er gjaldið hjá SAS og lággjaldaflugfélögunum Norwegian, easyJet og WOW eins og sjá má hér fyrir neðan. Það kostar því ríflega fimm þúsund krónur að kaupa mat fyrir alla fjölskylduna.