Framtíðarsýn ferðaþjónstunnar líklega birt í næstu viku

islenskar rollur topich

Biðin eftir kynningu á vinnu stýrihóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framtíð ferðaþjónustunnar er senn á enda. Gert er ráð fyrir að nokkrir ráðherrar verði viðstaddir fundinn. Biðin eftir kynningu á vinnu stýrihóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra um framtíð ferðaþjónustunnar er senn á enda. Gert er ráð fyrir að nokkrir ráðherrar verði viðstaddir fundinn.
Síðustu ár hefur ferðamönnum hér á landi fjölgað um fjórðung til fimmtung milli ára og útlit fyrir að þeir verði ein og hálf milljón á næsta ári samkvæmt greiningu Túrista sem  bæði Arion banki og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar hafa tekið undir. 
Í öllum þessum uppgangi hefur ríkt vandræðaástand innan ferðaþjónustunnar og meðal annars verið ósætti um hvernig skipta eigi tekjum og kostnaði af ferðamannastraumnum milli ríkis, sveitarfélaga, stofnanna og fyrirtækja.

Á borði nokkurra ráðuneyta í dag

Í maí síðastliðnum stóð til að hópur undir forystu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála myndi kynna framtíðarsýn ferðaþjónustunnar, eins og það var kallað í tilkynningu ráðuneytisins, en það gekk ekki eftir. Í viðtali við Rúv fyrir mánuði síðan sagði ráðherra að afraktur vinnu hennar, ferðamálastjóra og fulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar yrði birtur á næstu dögum en ekkert varð úr því. En samkvæmt heimildum Túrista er núna stefnt að því að kynna niðurstöður stýrihópsins í næstu viku. Búist er við því að nokkrir ráðherrar koma að þeirri kynningu enda eru málefni ferðaþjónstunnar í dag á borði margra ráðuneyta en talað hefur verið fyrir því að einfalda þurfti regluverkið í kringum greinina. Hvort það verði raunin kemur væntanlega í ljós í næstu viku.