Samfélagsmiðlar

Fyrir þá sem vilja vera í góðu „flugformi“

fittofly

Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu. Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu.
Í byrjun sumars fór í loftið vefurinn Fit to fly þar sem áhersla er lögð á greinar og upplýsingar um hvernig hægt er að láta sér líða sem best í háloftunum. Það er Geirþrúður Alfreðsdóttir sem heldur vefnum úti en hún er jafnframt flugstjóri. ,,Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á heilsu og líkamsrækt og í flugi er sérstaklega mikilvægt að huga að þessum þáttum” útskýrir Geirþrúður um ástæðu þess að hún opnaði vefinn. ,,Ég er íþróttakennari að mennt, kenndi líkamsrækt í mörg ár og hefur heilsa og heilsutengd málefni því verið mér hugleikin alla tíð. Það er löngu vitað um margvísleg áhrif flugs á þá sem við það starfa sem og farþega og fannst mér einfaldlega vera kominn tími til að taka saman á einn stað upplýsingar fyrir fólk til að leita ráða jafnt sem lausna fyrir hin ýmsu heilsufarsmál tengd flugi.” 
Túristi leitaði svara hjá Geirþrúði við nokkrum spurningum um lífið í háloftunum.

Af hverju reynir flugið svona á farþega?
Ég tel að flugferð reyni svona mikið á farþega af mörgum ástæðum, þar kemur til t.d. stress og ytri aðstæður sem farþegar eru ekki vanir.
Það er til dæmis erilsamt að fara í innritun og öryggisskoðun og einnig eru margir stressaðir vegna flughræðslu. Að auki koma til ytri þættir sem hafa áhrif á líkamann. Um borð í flugvélum er loftþrýstingur svipaður og í 1.500 til 2.500 metra hæð og þar með er loftið þynnra en á jörðunni við sjávarmál. Það getur valdið bólgu eða bjúgmyndum hjá sumum farþegum og aukinni þreytu. Rakastig um borð er einnig lágt og löngum flugum fylgja langar setur, jafnvel vökur og svefnleysi sem er erfitt fyrir flesta farþega. Hávaðinn í farþegarýminu er líka meiri hávaði en fólk er vant og það getur valdið sem getur valdið óþægindum.

Mælir þú með að fólk sneiði hjá áfengi og kaffi þegar það flýgur?
Eins og fram kemur í mörgum greinum á vefnum þá mæla sérfræðingar með því að farþegar reyni að halda kaffi- og áfengisdrykkju í lágmarki, m.a. vegna þess að það eykur vökvalosun, sem er ekki gott í þurra loftinu um borð. 

Eru til viðmið um hversu mikið vatn farþegar eigi að drekka að vatni?
Ég hef ekki séð neinar tölur frá læknum eða næringafræðingum um vatnsmagn sem nauðsynlegt er að drekka á hverri klukkustund, en Eiríkur Örn sálfræðingur leggur til u.þ.b. 33 cl fyrir hverja flugstund eða sem svarar þriðjungi úr lítra (sjá nánar hér).

Hvernig mælirðu með að fólk sé klætt þegar það fer í flug?
Ég mæli með því að fólk sé klætt í þægileg föt sem þrengja ekki að því.

Sjá meira á Fit to fly

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …