Samfélagsmiðlar

Fyrir þá sem vilja vera í góðu „flugformi“

fittofly

Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu. Það tekur á skrokkinn að fljúga á milli landa en það má gera líkama og sál ferðalagið þægilegra eins og finna má mörg dæmi um á nýrri íslenskri heimasíðu.
Í byrjun sumars fór í loftið vefurinn Fit to fly þar sem áhersla er lögð á greinar og upplýsingar um hvernig hægt er að láta sér líða sem best í háloftunum. Það er Geirþrúður Alfreðsdóttir sem heldur vefnum úti en hún er jafnframt flugstjóri. ,,Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á heilsu og líkamsrækt og í flugi er sérstaklega mikilvægt að huga að þessum þáttum” útskýrir Geirþrúður um ástæðu þess að hún opnaði vefinn. ,,Ég er íþróttakennari að mennt, kenndi líkamsrækt í mörg ár og hefur heilsa og heilsutengd málefni því verið mér hugleikin alla tíð. Það er löngu vitað um margvísleg áhrif flugs á þá sem við það starfa sem og farþega og fannst mér einfaldlega vera kominn tími til að taka saman á einn stað upplýsingar fyrir fólk til að leita ráða jafnt sem lausna fyrir hin ýmsu heilsufarsmál tengd flugi.” 
Túristi leitaði svara hjá Geirþrúði við nokkrum spurningum um lífið í háloftunum.

Af hverju reynir flugið svona á farþega?
Ég tel að flugferð reyni svona mikið á farþega af mörgum ástæðum, þar kemur til t.d. stress og ytri aðstæður sem farþegar eru ekki vanir.
Það er til dæmis erilsamt að fara í innritun og öryggisskoðun og einnig eru margir stressaðir vegna flughræðslu. Að auki koma til ytri þættir sem hafa áhrif á líkamann. Um borð í flugvélum er loftþrýstingur svipaður og í 1.500 til 2.500 metra hæð og þar með er loftið þynnra en á jörðunni við sjávarmál. Það getur valdið bólgu eða bjúgmyndum hjá sumum farþegum og aukinni þreytu. Rakastig um borð er einnig lágt og löngum flugum fylgja langar setur, jafnvel vökur og svefnleysi sem er erfitt fyrir flesta farþega. Hávaðinn í farþegarýminu er líka meiri hávaði en fólk er vant og það getur valdið sem getur valdið óþægindum.

Mælir þú með að fólk sneiði hjá áfengi og kaffi þegar það flýgur?
Eins og fram kemur í mörgum greinum á vefnum þá mæla sérfræðingar með því að farþegar reyni að halda kaffi- og áfengisdrykkju í lágmarki, m.a. vegna þess að það eykur vökvalosun, sem er ekki gott í þurra loftinu um borð. 

Eru til viðmið um hversu mikið vatn farþegar eigi að drekka að vatni?
Ég hef ekki séð neinar tölur frá læknum eða næringafræðingum um vatnsmagn sem nauðsynlegt er að drekka á hverri klukkustund, en Eiríkur Örn sálfræðingur leggur til u.þ.b. 33 cl fyrir hverja flugstund eða sem svarar þriðjungi úr lítra (sjá nánar hér).

Hvernig mælirðu með að fólk sé klætt þegar það fer í flug?
Ég mæli með því að fólk sé klætt í þægileg föt sem þrengja ekki að því.

Sjá meira á Fit to fly

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …