Helmingi fleiri millilandaflug í september

flugtak 860 a

Að jafnaði voru farnar ríflega fimmtíu ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Íslensku flugfélögin langstærst. Að jafnaði voru farnar ríflega fimmtíu ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Íslensku flugfélögin langstærst.
Íslandsflug margra erlendra flugfélaga nær aðeins yfir sumarmánuðina og það dregur þar af leiðandi úr umferð um Keflavíkurflugvöll fyrstu dagana í september. Í ár buðu hins vegar félög eins og Delta og Lufthansa upp á fleiri ferðir í september en áður og íslensku félögin hafa líka aukið umsvif sín töluvert. Í síðasta mánuði var því í heildina boðið upp 1566 áætlunarferðir en þær voru 1253 í september í fyrra og 1029 í hittifyrra samkvæmt talningu Túrista. Umferðin jókst því um fjórðung milli ára og um rúmlega helming frá því í september árið 2013 líkt og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.

Hlutdeild Icelandair lækkar hratt

Sem fyrr stendur Icelandair undir bróðurparti allra ferða til og frá landinu en vægi félagsins lækkar hins vegar ört. Í september í hittifyrra lét nærri að þrjár af hverjum fjórum vélum sem tóku á loft frá Keflavíkurflugvelli væri á vegum Icelandair en nú var félagið með tvær af hverjum þremur þotum á flugbrautinni við Leifsstöð. Hlutdeild WOW air sú sama og fyrir tveimur árum þrátt fyrir að félagið hafi fjölgað ferðum sínum umtalsvert og m.a. hafið flug til Bandaríkjanna. Önnur flugfélag hafa nefnilega, á sama tíma, aukið áherslu sína á flug hingað til lands. Eins sést á kökuritinu hér fyrir neðan þá stóðu fimm umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli undir 90 prósent af öllum áætlunarferðum héðan í september.