Kvennaklósett um borð

finnair businessclass

Kvenkynsfarþegar eins stærsta flugfélags Norðurlanda þurfa ekki lengur að deila salernisaðstöðunni með körlunum. Kvenkynsfarþegar eins stærsta flugfélags Norðurlanda þurfa ekki lengur að deila salernisaðstöðunni með körlunum, alla vega ekki þær sem eru með sæti á dýrasta farrýminu.
Finnska flugfélagið Finnair fókuserar á flug milli Evrópu og Asíu á sama hátt og Icelandair einbeitir sér að ferðum í vesturátt. Farþegar finnska félagsins millilenda þá í Helsinki á leið til annarra áfangastaða í Evrópu eða Asíu og á Vantaa flugstöðinni er stór hluti farþeganna af asísku bergi brotinn.

Ný aðgreining

Rekstur Finnair er þó ekki eins blómlegur og hjá Icelandair og forsvarsmenn félagsins leita því leiða til að aðgreina sig frá fjöldanum. Niðurstaða þeirrar vinnu er að bjóða upp á sérstakt kvennaklósett um borð í nýrri Airbus 350 þotu sem félagið tekur í notkun í næsta mánuði. Þetta konuklósett Finnair verður ekki klassískur þotukamrar því þar verður boðið upp á úrval kölnarvatna auk ýmiskonar annarra aukahluta samkvæmt því sem haft er eftir Juha Järvinen framkvæmdastjóra hjá Finnair í tilkynningu.