London í efsta sætið á ný

london louis llerena

Höfuðborg Danmerkur trónir ekki lengur á toppnum yfir þá áfangastaði sem flogið er oftast til frá Keflavíkurflugvelli. Höfuðborg Danmerkur trónir ekki lengur á toppnum yfir þá áfangastaði sem flogið er oftast til frá Keflavíkurflugvelli.
Yfir sumarmánuðina fjölgar áætlunarferðunum til útlanda og vægi áfangastaðanna sem oftast er flogið til yfir vetrarmánuðina dregst saman. Það á sérstaklega við um Lundúnir því fyrstu þrjá mánuði ársins lét nærri að fimmta hver vél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli væri á leið til bresku höfuðborgarinnar. Í sumar hefur hins vegar um ein af hverjum tíu þotum sett stefnuna á flugvellina við Lundúnir. Umferðin til Kaupmannahafnar þyngist hins vegar á sumrin og sú flugleið hefur verið vinsælasta flugleiðin frá Keflavíkurflugvelli í júlí og ágúst. Nú er London aftur á móti á ný komin í efsta sætið á listanum yfir þær flugleiðir sem oftast er flogið er til samkvæmt talningu Túrista. Þangað voru farnar 152 áætlunarferðir í september, til Kaupmannahafnar 128 og til New York 109 en í heildina var boðið um 1566 áætlunarflug frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september.

Hlutdeild borganna sem oftast var flogið til í september

1. London, 9,7%
2. Kaupmannahöfn, 8,2%
3. New York, 7%
4. Ósló, 6,1%
5. Boston, 5,7%
6. París, 5,6%
7.-9. Amsterdam, 4%
7.-9. Stokkhólmur, 4%
7.-9. Washington, 4%
10. Frankfurt, 3,1%