Stokkhólmur slær í gegn hjá Íslendingum

stokkholmur djurgarden

Íslenskum túristum í höfuðborg Svíþjóðar hefur fjölgað mjög mikið í ár og forsvarsmenn ferðamálaráðs borgarinnar eru ánægðir með þessar auknu vinsældir meðal Íslendinga. Íslenskum túristum í höfuðborg Svíþjóðar hefur fjölgað mjög mikið í ár og forsvarsmenn ferðamálaráðs borgarinnar eru ánægðir með þessar auknu vinsældir meðal Íslendinga.
Allt árið í fyrra bókuðu Íslendingar rétt rúmlega tíu þúsund gistinætur á hótelum í Stokkhólmssvæðinu en fyrstu sjö mánuðina í ár voru næturnar orðnar tvö þúsund fleiri eða 12.427 talsins samkvæmt tölum frá sænsku hagstofunni. Fjölgun íslenskra hótelgesta íStokkhólmi nam 137 prósentum á tímabilinu en tölur fyrir ágúst og september liggja ekki fyrir. Í júlí síðastliðnum voru íslenskir hótelgestir í sænska höfuðstaðnum nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra.

Vonast til að áhuginn haldi áfram að aukast

„Við höfum aldrei áður haft eins marga íslenska gesti í Stokkhólmi eins og nú. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhuginn á borginni hefur aukist mjög mikið meðal Íslendinga og við vonum að svo verði áfram,“ segir Thomas Andersson, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Stokkhólms, í samtali við Túrista. Eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan þá stóðu ferðir Íslendinga til Stokkhólms í stað á árunum 2012 til 2014 en á því hefur orðið mikil breyting í ár. Til samanburðar má nefna að fyrstu sjö mánuðina í ár fækkaði íslenskum gistinóttum í Kaupmannahöfn um átta af hundraði, úr 21 þúsund niður í um 19.500. Danska höfuðborgin er þó áfram mun vinsælli áfangastastaður en sú sænska.

Fleiri flugferðir á næsta ári

Síðustu ár hefur Icelandair verið eina flugfélagið sem hefur séð sér hag í að fljúga milli Íslands og Svíþjóðar en á næsta ári hefur WOW air flug til Stokkhólms í fyrsta skipti. Félagið mun reyndar fljúga til borgarinnar Västerås sem liggur um 100 kílómetrum norðvestur frá Stokkhólmi en vélar Icelandair lenda við Arlandaflugvöll sem er um 40 kílómetrum frá miðborginni.