Verkföll munu hægja á vegabréfaskoðun í Leifsstöð

fle 860

Þeir sem eru á leið til útlanda á næstunni gætu þurft að bíða lengur en vanalega eftir því að sýna passana sína. Þeir sem eru á leið til útlanda á næstunni gætu þurft að bíða lengur en vanalega eftir því að sýna passana sína. 
Ef af vinnustöðvun félagsmanna í SFR verður á fimmtudaginn mun hún hafa áhrif víða í samfélaginu og líka í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, mun áhrifanna helst gæta í landamæravörslu því færri landamæraverðir yrðu á vakt á meðan vinnustöðvuninni stendur. Það mun því væntanlega taka lengri tíma fyrir þá sem eru á leið til landa utan Schengen svæðisins að komast í gegnum flugstöðina. Farþegar á leið til N-Ameriku ættu að hafa þetta í huga og leggja fyrr af stað út að brottfararhliðinu en ella. 
Að öðru leyti ætti starfsemi á Keflavíkurflugvelli ekki að riðlast vegna verkfalla SFR og fleiri félaga sem boðuð hafa verið á fimmtudaginn. Ef ekki semst munu allir félagsmenn SFR leggja niður störf tímabundið á fimmtudag og föstudag og svo aftur mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20. október. Allsherjarvinnustöðvun verður svo endurtekin 29. og 30. október, 2. og 3. nóvember og 12. og 13. nóvember.