Samfélagsmiðlar

Áfram unnið að útboði á flugmiðum ráðuneytanna

flug danist soh

Ekki tókst að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í haust líkt og stefnt var að. Erlend flugfélög fylgjast með gangi mála og ferðaskrifstofur vilja hlut að kökunni. Ekki tókst að bjóða út farmiðakaup stjórnarráðsins í haust líkt og stefnt var að. Erlend flugfélög fylgjast með gangi mála og ferðaskrifstofur vilja hlut að kökunni.
Hátt í fimm ár eru liðin frá því að ríkið leitaði síðast tilboða í farseðla fyrir opinbera starfsmenn. Þá bárust aðeins tilboð frá Icelandair og Iceland Express og var þeim báðum tekið en síðarnefnda félagið hætti starfssemi stuttu síðar.
Í byrjun þessa árs kærðu forsvarsmenn WOW air stöðu þessara mála og í framhaldinu komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að kaup hins opinbera á flugmiðum væru það mikil að leita þyrfti tilboða í þau á nýjan leik. Líkt og Túristi greindi frá þá stóð til að kynna útboðið í haust en samkvæmt nýjum upplýsingum frá Ríkiskaupum þá er ennþá unnið að því að klára útboðsgögnin. Vonast er til að vinnunni ljúki fyrir áramót en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort útboðið verði kynnt með formlegum hætti eða aðeins auglýst.

Flugpunktar ekki leyfðir

Félag atvinnurekenda hefur lengi talað fyrir nýju útboði og fór sérfræðingur félagsins meðal annars með kærumálið fyrir hönd WOW Air í byrjun árs. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, hefur einnig lagt áherslu á að flugfélög megi ekki bjóða starfsmönnum ríkisins flugpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til þeirra. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn þiggi vildarpunkta til persónulegra nota vegna flugferða sem skattgreiðendur hafa borgað fyrir,“ sagði Ólafur í svari til Túrista í vor.
Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum er gert ráð fyrir því í komandi útboði að óheimilt verði að bjóða hvata til ferða hjá ákveðnu flugfélagi og reynt verður að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun einstaklinga. 

Erlendu flugfélögin áhugasöm

Í dag bjóða mun fleiri flugfélög upp á reglulegar ferðir til og frá landinu en þegar síðasta útboð var haldið. Líkt og Túristi hefur greint frá þá hafa forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga hug á því að taka þátt í fyrirhuguðu útboði en ennþá liggur hins vegar ekki fyrir hvaða skilyrði Ríkiskaup munu setja varðandi flugáætlanir tilboðsgjafa. Í nýlegu útboði danska ríkissins á flugmiðum var gerð sú krafa að flugfélög byðu upp á alla vega þrjár brottfarir í viku, allt árið, á þeim flugleiðum sem boðnar voru út. Danska ríkið leitaði tilboða í flug á nærri tvö hundruð leiðum og var samið við allt að þrjú félög á hverri þeirra. Verði íslenska útboðið sambærilegt er ekki víst að Icelandair eða WOW air fá stóran skerf. Flugfélög eins og British Airways og SAS gætu til að mynda skákað íslensku flugfélögunum þegar kemur að flugi til Evrópu og ennþá austar. Íslensku félögin myndu þó sennilega sitja ein að fluginu til N-Ameríku því Delta býður ennþá aðeins upp á flug hingað frá Bandaríkjunum hluta úr ári. 

Verða að velja ódýrasta flugmiðann

Í fyrrnefndu útboði danska ríkisins er gerð krafa um að opinberir starfsmenn í Danmörku verði í öllum tilvikum að velja ódýrasta miðann sem býðst á hverri flugleið og mega þeir aðeins beina viðskiptum til þeirra flugfélaga sem samið var við. Öll kaup á farmiðum fara svo í gegnum ferðaskrifstofur sem fá greiddar þóknanir fyrir sína vinnu. Sá háttur hefur ekki verið hafður hér á landi en Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands, segist vilja sjá álíka fyrirkomulag hér á landi. Hún segir þó einnig mikilvægt að þróa kerfið  á þann hátt að ferðaskrifstofur geti orðið virkari þátttakendur. „Það er mjög mikilvægt að breyta ferlinu eins og það er í dag því það er löngu úrelt.“

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …